or sign in directly:

Bíó Paradís

412 7711 bioparadis.is

Bíó Paradís sýnir nýjar áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum auk hverskyns eldri mynda erlendra sem innlendra, hýsir kvikmyndahátíðir og stendur fyrir hverskyns kvikmyndatengdum viðburðum. Þá eru reglulegar skólasýningar í húsinu þar sem markmiðið er að efla þekkingu og menntun á þessari mikilvægu listgrein.

Í Bíó Paradís er einnig að finna veitingahús og verslun með mynddiska og annan kvikmyndatengdan varning.

Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna.

The Hurt Locker - Meistaravetur Svartra Sunnudaga

English below
Myndin gerist í Íraksstríðinu og segir sagan frá sprengjuleitarliði á vegum Bandaríkjahers. Þetta lið er skipað óttalausum hópi fólks og sinnir einu af hættulegustu verkefnum stríðsins, sem er að fara inn á miðjan vígvöllinn, sem í þessu stríði eru þröngar götur, byggingar og torg í fjölmörgum borgum Íraks.

Ekki missa af The Hurt Locker í leikstjórn Kathryn Bigelow sunnudaginn 14. janúar kl 20:00!

English

During the Iraq War, a Sergeant recently assigned to an army bomb squad is put at odds with his squad mates due to his maverick way of handling his work.

Don´t miss out on Kathryn Bigelow´s The Hurt Locker January 14th at 20:00!

Other events

Saturday Night Fever - föstudagspartísýning!

English below
Þegar Saturday Night Fever var frumsýnd hér á landi árið 1978, tók við mikið diskóæði en talið er að um 50-70 þúsund manns hafi séð kvikmyndina í bíó, sem var um fjórðungur þjóðarinnar á þeim tíma.

John Travolta varð heimsfrægur eftir leik sinn í myndinni, og var m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í kvikmynd í kjölfarið.

Ekki missa af KLIKKAÐRI föstudagspartísýningu, 19. janúar kl 20:00. Myndin er sýnd með íslenskum texta!

English

A Brooklyn teenager feels his only chance to succeed is as the king of the disco floor. His carefree youth and weekend dancing help him to forget the reality of his bleak life.

The Saturday Night Fever soundtrack, featuring disco songs by the Bee Gees, is one of the best-selling soundtracks of all time. John Travolta was nominated for Academy Award for Best Actor 1978.

Don´t miss out on a FANTASTIC Friday Night Party screening, January 19th at 20:00!

Titanic - 20 ára afmælissýning!

English
Titanic er tuttugu ára! Því ætlum við að halda upp á það með því að bjóða upp á einstaka nostalgíusýningu laugardagskvöldið 20. janúar 2018 í Bíó Paradís! Myndin er sýnd með íslenskum texta.

Titanic er bandarísk kvikmynd frá árinu 1997 sem James Cameron leikstýrði, framleiddi og skrifaði. Myndin gerist um borð í hinu fræga skipi RMS Titanic sem sökk í jómfrúarsiglingu sinni. Myndin fjallar um unga stúlku og ungan pilt sem hittast um borð og verða ástfangin. Kvikmyndin er byggð á skáldsögu sem aftur er byggð á raunverulegum atburðum. Leonardo DiCaprio og Kate Winslet fara með aðalhlutverkin sem Jack Dawson og Rose DeWitt Bukater, ástfangið par hvort úr sinni stéttinni. Gloria Stuart fer með hlutverk Rose aldraðrar og er sögumaður kvikmyndarinnar.

A seventeen-year-old aristocrat falls in love with a kind but poor artist aboard the luxurious, ill-fated R.M.S. Titanic.

Everynight in my dreams, I see you I feel you! Join us, January 20th at 20:00, where we will watch TITANIC together!

Thirst - Meistavetur Svartra Sunnudaga

English below
Thirst er enn eitt meistaraverkið eftir leikstjóra Oldboy og Sympathy for Mr. Vengeance. Hér er á ferðinni stílhrein og skemmtileg mynd sem kemur stöðugt á óvart með kolsvörtum húmor, ofbeldi og erótík.

Ekki missa af Thirst á Meistaravetri Svartra Sunnudaga, 21. janúar kl 20:00!

English

Through a failed medical experiment, a priest is stricken with vampirism and is forced to abandon his ascetic ways.

Chan-wook Park´s Thirst, – on Black Sunday January 21st 2018 at 20:00!

Borat: Cultural Learnings of America- föstudagspartísýning!

English below
Borat er sjónvarpstjarna í Kazakhstan og er sendur til Bandaríkjanna til þess að fjalla um besta land í heimi. Ferðin fer að snúast um persónulegri áhugamál þegar Borat fær meiri áhuga á því að finna Pamelu Anderson í þeim tilgangi að biðja hana um að giftast sér.

Baron Cohen vann Golden Globe verðlaunin sem besti leikari í gamanmynd, sem Borat. Myndin var einnig tilnefnd fyrir besta handritið á Óskarsverðlaunahátíðinni 2007.

Ekki missa af truflaðri föstudagspartísýningu föstudaginn 26. janúar kl 20:00!

English

Kazakh TV talking head Borat is dispatched to the United States to report on the greatest country in the world. With a documentary crew in tow, Borat becomes more interested in locating and marrying Pamela Anderson.

Baron Cohen won the Golden Globe Award for Best Actor in a Motion Picture – Musical or Comedy, as Borat, while the film was nominated for Best Motion Picture – Musical or Comedy in the same category. Borat was also nominated for Best Adapted Screenplay at the 79th Academy Awards. Controversy surrounded the film from two years prior to its release, and after the film’s release, some cast members spoke against, and even sued, its creators. It was banned in all Arab countries except Lebanon and heavily censored in the United Arab Emirates, and the Russian government discouraged Russian cinemas from showing it.

Don´t miss out on a fantastic Friday Night Party Screening January 26th at 20:00!

The Room í Bíó Paradís 26. og 27. janúar

Bíó Paradís sýnir bandarísku cult-myndina The Room 26. og 27. janúar.

The Room er þekkt fyrir að vera ein versta mynd sem gerð hefur verið. Hún kom út árið 2003 og var sýnd við einstaklega dræmar viðtökur í Los Angeles (flestir gestir vildu fá endurgreitt áður en hálftími var liðinn) þar sem ungir kvikmyndaáhugamenn rákust á hana og sáu húmorinn í hörmungunum. Orðspor hennar dreifðist og er hún í dag orðin að einni bestu miðnæturskemmtun sem kvikmyndahúsin hafa upp á að bjóða. Þar draga áhorfendur hana sundur og saman í háði á sama tíma og þeir undra sig á því hvernig hægt er að gera svona góða vonda mynd. Myndin sjálf fjallar um Johnny, leiknum af leikstjóra, handritshöfundi og framleiðanda myndarinnar, Tommy Wiseau, og brösugt samband hans við kærustu sína, Lisu, og besta vin sinn Mark (ó hæ! Mark), sem færir hann að lokum á ystu nöf andlega. Wiseau vann mikið með arfleifð James Dean og Tennesee Williams við gerð hennar, en allar kvikmyndalegar vísanir og úrvinnsla hefða fara, vægast sagt, fyrir ofan garð og neðan í höndum herra Wiseau. The Room – besta versta mynd sem gerð hefur verið!

//

Johnny is a successful banker who lives happily in a San Francisco townhouse with his fiancée, Lisa. One day, inexplicably, she gets bored of him and decides to seduce Johnny’s best friend, Mark. From there, nothing will be the same again.

The Room will be screened at Bíó Paradís 26th and 27th of January.

The Nordic Countries Between Hitler and Stalin

Talk by writer and historian Valur Gunnarsson in English in Bíó Paradís, Saturday January 27th at 16:00.

The talk is held in relation to the premiere of The Unknown Soldier (2017). It’s a film adaptation of Väinö Linna’s best selling novel The Unknown Soldier (1954) and the novel’s unedited manuscript version, Sotaromaani. It tells the story of the Finnish soldiers who fought in WWII.

Entrance is free and the event is open to all.

The Nordic Countries Between Hitler and Stalin – How Things Might Have Been

The Nordic countries managed -for the most part- to stay outside of the First World War. But the nation states, which by then had become five in number, were all dragged into the Second World War in different ways, and were occupied by or co-operated with the various powers. But could things have been different? Would a Nordic defence union have prevented the war from spreading northwards? Could Finland have stayed neutral by negotiating with Stalin? Could Sweden have taken part directly, and on whose side? Could Denmark have gone to war with Hitler rather than negotiate? Or could the Norwegians have negotiated rather than fight? And could the Germans have occupied Iceland?

Norðurlöndin á milli Hitlers og Stalín – Hvað hefði getað farið öðruvísi?

Norðurlöndunum tókst -að mestu- að halda sig fyrir utan fyrri heimsstyrjöld. En þjóðríkin, sem þá voru orðin fimm, drógust öll inn í seinni heimsstyrjöldina með einum eða öðrum hætti. Og áttu í samstarfi við eða voru hernuminn af mismunandi stríðsaðilum. En hefði þetta getað farið öðruvísi? Hefði Norrænt varnarbandalag getað tryggt hlutleysið? Hefðu Finnar getað komist hjá átökum með því að semja við Stalín? Hefðu Svíar getað tekið beinan þátt, og þá gegn hverjum? Hefðu Danir getað barist gegn Hitler frekar en að semja? Eða Norðmenn samið frekar en að berjast? Og var möguleiki á að Þjóðverjar hefðu hernumið Ísland?

Norden mellom Hitler og Stalín – Hva som kunne ha gått annerledes

Norden greide -for det meste- å holde seg utenfor første verdenskrig. Men nasjonalstatene, som nå var blitt fem, deltok alle i andre verdenskrig på forskjellige måter. Og samarbeidet med eller ble okkupert av forskjellige krigende parter. Men kunne dette ha blitt annerledes? Ville en nordisk forsvars union ha forhindret at krigen kom til Norden? Kunne Finland ha beholdt freden med å forhandle med Russerne? Kunne Sverige ha deltatt direkte, og da mot hvem? Kunne Danmark ha kriget mot Hitler heller en å forhandle? Eller Nordmenn forhandlet heller en å gå til kamp? Og var det mulighet for at Tyskland ville ha kunnet okkupere Island?

Mirgorod, in search for a sip of water

English below
Í Úkraínu, um 300 km frá átakasvæðunum í austri, er smáborgin Mirgorod, heimasveit skáldsins Nikolaj Gogols. Kvikmyndagerðarmenn heimsækja borgina til að kynnast frægu vatni sem kennt er við hana og hvers vegna hún var einn helsti heilsubær fyrrum Sovétríkjanna. Á ferð þeirra hitta þeir heimamenn sem draga fram bæði staðreyndir sögunnar og andrúmsloft aldanna í stríði og friði. Á meðal viðmælenda eru flóttamenn frá átaksvæðunum í Donetsk, listamaður og borgarstjórinn sem rekur einstök gæði vatnsins í borginni sinni. Áhorfendur rekast líka á hóp fólks undirbúa útihátíð og reka nefið inn í leikhús. Myndin sýnir óþekktar hliðar á landi sem kennt er við stríð.

„Ekki allir þora að fara eitthvað annað en til Kiev, hins vel þekkta vettvangs uppreisnarinnar, heldur í hjarta sveitarinnar til að hitta raunverulegt fólk“ Oleg Minglev.

Myndin er sýnd :

  1. janúar kl 18:00

  2. janúar kl 18:00

English

In Ukraine, about 300 km from the conflict zone in the east, is the small town of Mirgorod, the birthplace of the poet Nikolaj Gogols. The filmmakers visit the city to get acquainted with it’s famous water and why it was one of the best-known health resorts in the former Soviet Union. During their trip they meet locals who bring out both the facts of history and the mood of the past centurie’s in war and peace.

Among interviewees are refugees from the Donetsk region, an artist and the city‘s mayor who explains the unique quality of the water and its significance for the city. The audicence come also across a group of people preparing an outdoor festival and have a glimpse into a theater. This documentary shows many new faces of a country at war.

“Not everyone from the West has a bravery to come not just to Kiev, the widely publicized “Maiden”, but to the deep province to meet real people” Oleg Mingalev

The film is screened:

January 27th at 18:00

January 28th at 18:00

Nostalgia - Meistaravetur Svartra Sunnudaga

English below
Myndin fjallar um rússneskan háskólamann sem heimsækir Ítalíu í þeim tilgangi að rannsaka líf tónskálds sem framið hafði sjálfsmorð. Stórbrotin og ómissandi á Meistaravetri Svartra Sunnudaga þar sem Tarkovsky er heiðraður!

Ekki missa af Nostalgia á Svörtum Sunnudegi 28. janúar kl 20:00!

English

A Russian poet and his interpreter travel to Italy to research the life of an 18th-century composer.

Don´t miss out on Andrei Tarkovsky´s Nostalgia Sunday January 28th at 20:00!

Þýskir kvikmyndadagar 2018 / German Film Days 2018

English below
Bíó Paradís og Goethe Institut í Danmörku standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í níunda sinn dagana 2. – 11. febrúar 2018 í samstarfi við Þýska Sendiráðið á Íslandi. Þessi sannkallaða kvikmyndaveisla hefst með In the Fade leikstjórn Fatih Akin hinni þekktu leikkonu Diane Kruger (Inglourious Basterds, Brúin, Troy) í aðalhlutverki en hún vann verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Cannes 2017 en myndin var tilnefnd til Gullpálmans á sömu hátíð.

Samtals verða sýnd sex nýjar og nýlegar kvikmyndir -brot af því besta en kvikmyndadagarnir hafa svo sannarlega fest sig í sessi sem einn helsti menningarviðburðurinn í Reykjavík.

Myndirnar eru á þýsku með enskum texta. Sjá dagskrá og sýningartíma hér að neðan. Smelltu á mynd til þess að fá upplýsingar.

Nákvæmir sýningartímar koma upp innan skamms.

English

We will be celebrating the ninth edition of German Film Days in 2018 and you can enjoy six German films in Bíó Paradís February 2nd to February 11th 2018. They are organized by Bíó Paradís in cooperation with the Goethe-Institut Denmark and the German Embassy in Iceland.

The German Film Days will open with In the Fade by Fatih Akin starring Diane Kruger, the film was nominated Palme d’Or and Kruger won the Best Actress award at Cannes 2017.

Screening dates and info about all the films here below. All films will be screened in German with English subtitles.

Exact screening times for each day will be up soon!

Groundhog Day í Bíó Paradís!

English below
Í tilefni af komu heimsþekkta bandaríska kvikmyndaleikarans Bill Murray á Listahátíð í Reykjavík í júní 2018 efna Bíó Paradís, Listahátíð í Reykjavík í samstarfi við Hugleik Dagsson til Groundhog Day í Bíó Paradís! Myndin verður sýnd frá morgni til kvölds, á sjálfan Groundhog Day föstudaginn 2. febrúar 2018. Endalaust kaffi, Hugleikur Dagsson mun bjóða upp á kynningu aftur og aftur og hver veit nema að það sé von á leynilegu dagskráratriði. Og þó.

Hugleikur Dagsson mun teiknar sitt eigið Groundhog Day -frá morgni til kvölds. Fylgstu með á Snapchat Bíó Paradís. Athugið að dagskráin er á ensku.

Málið er einfalt ef þú kaupir þig inn á einhverja sýningu yfir daginn, þú færð stimpil og getur rambað inn og út að vild allan daginn og allt kvöldið - eða ekki og verið allan Groundhog Day.

Miðaverð er 1.200. kr - þú færð stimpil og getur komið og farið allan daginn og allt kvöldið -eða ekki og verið bara í Bíó Paradís við opnum Groundhog Day kl 10:00 um morgunin! Síðasta sýning er kl 22:00.


Listahátíð í Reykjavík leitast við að koma stöðugt á óvart og endurspegla fjölbreytileika mannlífsins. Við getum ekki beðið eftir að taka á móti þér á Groundhog Day og hita upp fyrir komu Bill Murray sem mun bjóða upp á kvöldstund 14. og 15. júní 2018 næstkomandi í Hörpu. Sjá nánar á vef Listahátíðar í Reykjavík hér: www.listahatid.is

English

Legendary actor Bill Murray will perform at Reykjavík Arts Festival in the summer 2018. As a warm up for his visit, the festival is teaming up up with local Arthouse Cinema Bíó Paradís and artist/cartoonist Hugleikur Dagsson for a true Groundhog Day, February 2nd 2018.

The film is screened all day and night long with introduction by Hugleikur Dagsson, and there will be a lot of surprises and coffee. It’s going to be legendary.

Hugleikur Dagsson will draw a comic version of Groundhog Day all day long but be sure to witness it on Snapchat too! Snapchat: Bioparadis.

Ticket price is 1.200 ISK and you can come and go as you please- or not first screening is at 10:00 and the last is at 22:00!

Read more about Reykjavík Arts Festival and the New Worlds – Bill Murray and Friends June 14th – 15th 2018 here: www.listahatid.is

The Sound of Music - Singalong!

English below
Þessi töfrandi saga sem byggð er á sönnum atburðum er ein sú fallegasta fjölskyldumynd allra tíma. Julie Andrews er ógleymanleg í hlutverki ungrar trúaðar konu sem yfirgefur klaustur til þess að aðstoða fjölskyldu við að sjá um sjö börn Von Trapp fjölskyldunnar. The Sound of Music vann til fernra Óskarsverðlauna árið 1965, m.a. sem besta kvikmyndin og fyrir bestu leikstjórn.

Ekki missa af frábærri FÖSTUDAGSPARTÍSÝNINGU á SOUND OF MUSIC – SINGALONG 2. febrúar kl 20:00! Syngdu með okkur.. THE HILLS ARE ALIVE WITH THE SOUND OF MUSIC!

English

The magical, heartwarming, true-life story has become the most popular family film of all time. Julie Andrews lights up the screen as Maria, the spirited young woman who leaves the convent to become governess to the seven children of autocratic Captain von Trapp. The Sound of Music won five Academy Awards in 1965, including Best Picture and Best Director.

Don´t miss out on a GREAT FRIDAY NIGHT PARTY SCREENING of Sound of Music – Singalong version, Friday February 2nd at 20:00!

Twin Peaks: Fire Walk with Me - Meistaravetur Svartra Sunnudaga

English below
Í rólegum smábæ þar sem íbúafjöldin er 51.201 manns kemur upp dularfullt morð en Sheryl Lee er með stórkostlega frammistöðu í myndinni sem flestir Tvídrangaaðdáendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Meistaravetur Svartra Sunnudaga 4. febrúar 2018 kl 20:00!

Lynch lýsir sögunni sem torráðinni og flókinni hryllingssögu. Gerist myndin síðustu sjö dagana sem Laura Palmer lifir og þeir sem hrifust af allri dulúðinni verða ekki fyrir vonbrigðum því gagnrýni á myndina hefur nánast gengið út á það hversu dulúðin er mikil og hversu óskiljanleg myndin sé.

Heba Þórisdóttir var ein þeirra sem sá um föðrunina í myndinni og Hjörtur Grétarsson var aðstoðartökumaður svo að hún hefur svo sannarlega Íslandstengingu. Í þáttunum sjálfum var íslenskur kór, en það skýrist af því að Sigurjón Sighvatsson framleiddi þættina.

English

A little quiet town tucked in a valley. Population: 51, 201. A mysterious death and an inquiry like a charade. A diary kept secret, a pact, a malevolent other-self and a ring. Dreams, hallucinations, forebodings. Short-lived love stories, a singer distilling souvenirs of a by-gone time. A red room, white lines, and a bobby-soxer who finishes burning her life away? This is the world of TWIN PEAKS : FIRE WALK WITH ME.

Sunday February 4th 2018 at 20:00.

Prump í Paradís - Spice World

English below
Einu sinni fyrir löngu voru fimm breskar stelpur von mannkyns. Endurupplifið heimsyfirráð þeirra í þeirra fyrstu og síðust kvikmynd.

Gestir Hugleiks á prumpinu verða Reykjavíkurdætur. Ekki missa af tjúllaðri skemmtun fimmtudaginn 8. febrúar kl 20:00 í Bíó Paradís!

English

World famous pop group the Spice Girls zip around London in their luxurious double decker tour bus having various adventures and performing for their fans.

Raiders of the lost Ark - föstudagspartísýning!

English below
Myndin gerist árið 1936 þegar prófessor í fornleifafræði, Indiana Jones, fer á vit ævintýra um frumskóga Suður- Ameríku.

Leitin að týndu örkinni kemur við sögu í fyrstu köflum Biblíunnar, en Indiana Jones og félagar finna vísbendingu um hvar hún gæti verið í raun og veru og hefja ævintýralega leit að henni. Ákveðinn nasistaflokkur sækist eftir því sama og gerir allt til þess að stöðva hetjurnar í þeim tilgangi að finna týndu örkina á undan þeim.

Myndin var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna árið 1982 og hlaut fern, fyrir bestu listrænu stjórnina, bestu klippinguna, besta hljóðið og bestu tæknibrellurnar (visual effects).

Ekki missa af trylltri föstudagspartísýningu 9. febrúar 2018 kl 20:00! Aðeins þessi eina sýning! Myndin er sýnd með íslenskum texta!

English

Archaeologist and adventurer Indiana Jones is hired by the U.S. government to find the Ark of the Covenant before the Nazis.

It was nominated for eight Academy Awards in 1982, including Best Picture, and won four for Best Art Direction, Film Editing, Sound, and Visual Effects with a fifth Academy Award: a Special Achievement Award for Sound Effects Editing. The film ranks #2 on Empire’s 2008 list of the 500 greatest movies of all time and is often ranked as one of the greatest action-adventure films of all time.

Don´t miss out on Raiders of the Lost Arc Friday Night Party Screening, February 9th at 20:00! Screened with Icelandic subtitles!

Jane - sérsýningar í Bíó Paradís!

English below
Myndin fjallar um líf og störf Jane Goodall og rannsóknir hennar á simpönsum. Í myndinni kemur fram áður óséð efni og viðtöl sem eiga eftir að snerta við Jane Goodall aðdáendum svo um munar!

Sýningar:

Laugardagur 10. febrúar kl 16:00

Sunnudagur 11. febrúar kl 16:00

Sunnudagur 11. febrúar kl 18:00

Miðasala hér: tix.is

English

The life and work of the renowned primatology scientist, Jane Goodall, especially on her research about chimpanzees.

Previously unseen footage and exclusive interviews give this documentary a fresh, intimate feeling that will reward even veteran “Jane” Goodall fans!

Screenings:

Saturday February 10th at 16:00

Sunday February 11th at 16:00

Sunday February 11th at 18:00

Tickets available here: tix.is

Toni Erdmann - partísýning á Þýskum kvikmyndadögum 2018!

English below
Geggjuð dramatísk grínmynd sem fjallar um föður sem leitast við að tengjast dóttur sinni, en hún er framakona í viðskiptum. Myndin hefur verið lofuð í hástert og halda gagnrýnendur vart vatni yfir henni.

Partísýning á þessari einstöku gamanmynd – og ef þú mætir með hárkollu þá færðu frían drykk á barnum og frímiða í Bíó Paradís! Sýnd með enskum texta laugardagskvöldið 10. febrúar kl 20:00!

Toni Erdmann sló í gegn á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2016 þar sem hún var frumsýnd og tilnefnd til aðalverðlauna hátíðarinnar en hún vann FIPRESCI verðlaunin. Myndin var tilnefnd sem besta erlenda myndin til Óskarsverðlaunanna 2017 en hún vann sem besta kvikmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2016.

English

A film gorgeously crafted, made with a fresh and a sensitive approach, that captures the complex relationship between father and daughter and comments on the lunacy of today’s world.

“The best 162-minute German comedy you’ll ever see” – Cannes Review, The Hollywood Reporter

Join us for this special party screening of the film Saturday February 10th at 20:00! Screened with English subtitles. Oh, and if you decide to show up with a wig, you get a free drink at the bar and a free ticket to cinema Bíó Paradís!

Cannes-favorite and FIPRESCI Prize winner Toni Erdmann, Maren Ade’s third feature, is a bizarre, brilliant parable of the gulf of understanding between a father and daughter, dense with moments of unrestrained hilarity as it is with nuanced observations on gender bias. It recently swept the European Film Awards, taking home Best Film, Best Director, Best Actress, Actor and Screenwriter. Toni Erdmann was nominated for Foreign Language Film for Oscars 2017.

The Handmaiden - Meistaravetur Svartra Sunnudaga

English below
Erótísk og ögrandi kvikmynd sem heldur þér í heljargreipum frá upphafi til enda! Myndin fjallar um svikahrappa sem reyna að blekkja og ræna unga ekkju.

Nýjasta kvikmynd Chan wook Park á meistaravetri Svartra Sunnudaga, 11. febrúar 2018 kl 20:00!

English

The Handmaiden is a 2016 South Korean erotic psychological thriller film directed by Chan-wook Park inspired from the novel Fingersmith by Welsh writer Sarah Waters, with the setting changed from Victorian era Britain to Korea under Japanese colonial rule. The film competed for the Palme d’Or at the 2016 Cannes Film Festival.

Sunday February 11th 2018 at 20:00!

Mamma Mia! Singalong föstudagspartísýning!

English below
Mamma Mia! er saga sem á sér stað á grískri eyju og segir frá dóttur í leit að föður sínum til þess að leiða sig upp að altarinu. Ævintýrið er fléttað inn í 27 af vinsælustu lögum hljómsveitarinnar ABBA en þar má nefna lög eins og Dancing Queen, Knowing Me Knowing You, Super Trouper og Mamma Mia!

FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 16. FEBRÚAR 2018 KL 20:00 – MIÐASALA ER HAFIN

Ætlar þú að vera með okkur og syngja með á MAMMA MIA! Tryggðu þér miða strax því síðast varð uppselt!

English

The story of a bride-to-be trying to find her real father told using hit songs by the popular ’70s group ABBA.

Sophie has just one wish to make her wedding perfect: to have her father walk her down the aisle. Now she just has to find out who he is… Join the music, laughter and fun of the irresistibly charming Mamma Mia! The Movie. Academy Award-winner Meryl Streep leads an all-star cast, including Pierce Brosnan and Colin Firth – as well as up-andcomers Amanda Seyfried and Dominic Cooper, in this musical celebration of mothers, daughters and fathers, and true loves lost and new ones found.

Based on the Broadway smash-hit and filled with the ABBA songs you know and love, it’s the feel-good experience that will have you singing and dancing over and over again.

Friday February 16th at 20:00 – Tickets are available!

Join us for a GREAT Sing-a-long screenings

The Rocky Horror Picture Show - Búningasýning!

English below
Kíktu til okkar á partísýningu laugardaginn 17. febrúar kl 20:00 á Rocky Horror í Bíó Paradís þar sem þú getur sungið með!

Myndin er á ensku og sýnd með íslenskum texta! (en þú getur samt sungið með þar sem enginn texti verður undir þegar söngaatriðin eru)


Aðdáendur kvikmyndarinnar Rocky Horror Picture Show ættu að dusta rykið af korselettunum, snyrta hárkollurnar og herða hnútana á svipunum. Rocky Horror Picture Show er einhver þekktasta „költmynd“ allra tíma, harðir aðdáendur flykkjast víða um heim á sýningar á henni og þá margir hverjir klæddir í gervi söguhetjanna, Frank ‘N’ Furter, Rocky og félaga. Myndin er frá árinu 1975 og byggist á samnefndum söngleik eftir Richard O’Brien.

Tim Curry fer hamförum sem klæðskiptingurinn Frank en auk hans leika í myndinni Susan Sarandon og Barry Bostwick. Þá bregður Meatloaf fyrir í hlutverki hins snarruglaða Eddie. Í myndinni segir af huggulegu pari, Brad og Janet, sem þarf að leita aðstoðar íbúa drungalegs kastala þegar springur á bifreið þeirra og enginn finnst tjakkurinn. Húsráðandi reynist vera kynóður vísindamaður og klæðskiptingur og reynist dvöl þeirra í kastalanum nokkuð ævintýraleg.

English

Spoof sci-fi and camp horror makes ‘The Rocky Horror Picture Show’ a one of a kind cult classic, this bizarrely entertaining and highly satisfying musical is a huge box-office draw. When a straight-laced couple is stranded on a stormy night, they take refuge in a dark, old mansion full of weirdos led by a mad transvestite scientist.

Saturday February 17th at 20:00. Wear a costume if you like and come party with us!

The Sacrifice - Meistaravetur Svartra Sunnudaga

English below
The Sacrifice fjallar um Alexander, leikara sem kominn er á eftirlaun. Hann ákveður að halda upp á afmælið sitt ásamt nánustu vinum sínum og ættingjum á heimili sínu uppi í sveit. Skyndilega berast óljósar fregnir um yfirvofandi kjarnorkustyrjöld; heimsendaspá virðist við það að rætast og mikil skelfing grípur um sig í hópnum. Alexander snýr sér að Guði og lofar honum að fórna öllu því sem honum er kærast, þar á meðal vinum sínum og fjölskyldu, ef Guð kemur í veg fyrir styrjöldina. Þegar Alexander vaknar daginn eftir er allt fallið í ljúfa löð og hættan liðin hjá. En loforðið við Guð stendur þó enn.

The Sacrifice var tekin á eyjunni Gotlandi þar sem Ingmar Bergman hafði tekið nokkrar af sínum myndum, en auk þess lék Erland Josephson aðalhlutverkið og Sven Nykvist var kvikmyndatökumaður, en báðir höfðu þeir mikið unnið með Bergman. Guðrún Gísladóttir lék eitt af aðalhlutverkunum í The Sacrifice, en það var hennar fyrsta kvikmyndahlutverk.

Ekki missa af Meistaravetri sunnudaginn 18. febrúar 2018 kl 20:00!

English

At the dawn of World War III, a man searches for a way to restore peace to the world and finds he must give something in return.

Don´t miss out on The Sacrifice, February 18th 2018 at 20:00!

Phone: +354 490-9090 | Terms and conditions | info@reykjaviknightlife.is
Garðhús 49 | 112 Reykjavík | Kennitala: 451211-0720 | VSK nr: 109735