or sign in directly:

Bíó Paradís

412 7711 bioparadis.is

Bíó Paradís sýnir nýjar áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum auk hverskyns eldri mynda erlendra sem innlendra, hýsir kvikmyndahátíðir og stendur fyrir hverskyns kvikmyndatengdum viðburðum. Þá eru reglulegar skólasýningar í húsinu þar sem markmiðið er að efla þekkingu og menntun á þessari mikilvægu listgrein.

Í Bíó Paradís er einnig að finna veitingahús og verslun með mynddiska og annan kvikmyndatengdan varning.

Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna.

Saturday Night Fever - föstudagspartísýning!

English below
Þegar Saturday Night Fever var frumsýnd hér á landi árið 1978, tók við mikið diskóæði en talið er að um 50-70 þúsund manns hafi séð kvikmyndina í bíó, sem var um fjórðungur þjóðarinnar á þeim tíma.

John Travolta varð heimsfrægur eftir leik sinn í myndinni, og var m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í kvikmynd í kjölfarið.

Ekki missa af KLIKKAÐRI föstudagspartísýningu, 19. janúar kl 20:00. Myndin er sýnd með íslenskum texta!

English

A Brooklyn teenager feels his only chance to succeed is as the king of the disco floor. His carefree youth and weekend dancing help him to forget the reality of his bleak life.

The Saturday Night Fever soundtrack, featuring disco songs by the Bee Gees, is one of the best-selling soundtracks of all time. John Travolta was nominated for Academy Award for Best Actor 1978.

Don´t miss out on a FANTASTIC Friday Night Party screening, January 19th at 20:00!

Other events

Með allt á hreinu - singalong!

Bíó Paradís ætlar að bjóða upp á sýningu á MEÐ ALLT Á HREINU endurnýjaða, hljóð -og myndbætta útgáfu með sérstökum fjöldasöngstextum sem birtast í sönglögum myndarinnar. Sing-along sýning í Paradís á þessari ástsælustu kvikmynd Íslandssögunnar sem dró 120.000 manns í bíó á fyrsta sýningarári.

Tónlistar- og grínmyndin Með allt á hreinu fjallar um tvær hljómsveitir, Stuðmenn og Gærurnar (réttu nafni Grýlurnar), ástir og afbrýði meðlima þeirra og spaugilegar uppákomur í ferðalagi þeirra um Ísland. Söngtextar birtast með öllum lögum myndarinnar.

Ekki missa af sankallaðri söngveislu í Bíó Paradís laugardagskvöldið 24. mars 2018 kl 20:00!

The Straight Story- Meistaravetur Svartra Sunnudaga

English below
Myndin er byggð á sannri sögu og fjallar um mörg hundruð kílómetra langt ferðalag sem hinn 73 ára gamli Alvin Straight fór í frá Laurens í Iowa til Zion fjalls í Wisconsin, árið 1994, á sláttuvélatraktor. Hann fór í þessa undarlegu ferð til að bæta samband sitt við alvarlega veikan, brottfluttan, 75 ára gamlan bróður sinn, Lyle.

Ekki missa af The Straight Story í leikstjórn David Lynch sunnudaginn 25. mars 2018 kl 20.00!

English

An old man makes a long journey by lawnmower to mend his relationship with an ill brother. David Lynch and you on a true Black Sunday!

Don´t miss out on The Straight Story Sunday March 25th 2018 at 20:00!

Romeo + Juliet - Föstudagspartísýning!

English below
Þessi frægasta ástarsaga allra tíma eftir William Shakespeare er hér færð til nútímans og gerist í úthverfi Verona á Ítalíu, en texti sögunnar er allur sá sami og í upprunalegu útgáfunni. Tvær fjölskyldur berast á banaspjót á götum borgarinnar, en elskendurnir Rómeó og Júlía tilheyra hvort sinni fjölskyldunni, sem eru hin sorglegu örlög þeirra. …

Geggjuð föstudagspartísýning, Föstudaginn langa þar sem Leonardo DiCaprio og Claire Danes mæta á hvíta tjaldið í mynd sem margir hafa beðið eftir…. 30. mars kl 20:00! Myndin er sýnd með íslenskum texta.

English

Shakespeare’s famous play is updated to the hip modern suburb of Verona still retaining its original dialogue.

A true Friday Night Party screening, Good Friday March 30th at 20:00, join us, Leonardo DiCaprio and Claire Danes for a dramatic romance ride!

Opnunarhátíð Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík 2018

Þér er boðið á opnunarhátíð Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík sem haldin verður í Bíó Paradís fimmtudaginn 5. apríl kl 17:00 í Bíó Paradís! Frítt inn og allir velkomnir.

Dagskrá:

Kl 17:00 Vísinda Villi tekur á móti gestum með skemmtilegri og ævintýralegri vísindauppákomu!

17:20 Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar setur hátíðina formlega.

17:30 Opnunarmynd hátíðarinnar sýnd, Doktor Proktor og Tímabaðkarið, - hentar öllum aldurshópum, talsett á íslensku.

Opnunarmynd hátíðarinnar er Doktor Proktor og Tímabaðkarið, sem talsett hefur verið á íslensku, en myndin er byggð á geysivinsælli bókaröð Jo Nesbø.

Hinn ástsjúki Doktor Proktor ferðast aftur í tímann í örvæntingarfullri viðleitni til þess að breyta sögunni. Hann vill reyna koma í veg fyrir brúðkaup sinnar heittelskuðu Juliette og hins hallærislega Kládíusar Klisju en hann hann festist óvart í fortíðinni! Lisa og Nilly, hinir ungu og dyggu aðstoðarmenn doktorsins verða því að ferðast á tímabaðkarinu aftur til fortíðar til þess að hjálpa honum!

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í Bíó Paradís í fimmta sinn 5. apríl – 15. apríl 2018. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður barna og unglinga og hefur brotið blað í kvikmyndamenningu barna og unglinga. Verndari hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir.

Stand By Me - Fjölskyldusýning!

English below
Myndin fjallar um fjóra unga drengi sem halda af stað í leiðangur til að finna lík drengs sem þeir fréttu að væri talinn af. Þeir ganga eftir brautarteinunum og lenda í ýmsum ævintýrum og erfiðleikum á leiðinni, sérstaklega í tengslum við gengi eldri drengja.

Hjartnæm saga sögð frá sjónarhóli barna en kvikmyndin er sérstaklega þekkt fyrir leikarahópinn, Kiefer Sutherland, Wil Wheaton, Corey Feldman og River Phoenix heitinn sem allir voru að stíga sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu.

Stórkostleg fjölskyldumynd sem sýnd er laugardaginn 7. apríl kl 16.00 á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík með íslenskum texta.

English

After the death of a friend, a writer recounts a boyhood journey to find the body of a missing boy.

A great Family Classic, screened Saturday April 7th at 16:00 on Reykjavík International Children´s Film Festival 2018.

In this Corner of the World

English below
Hiroshima í síðari heimsstyrjöldinni. Við fylgjumst með átján ára stúlku sem þarf að sjá fyrir sér og fjölskyldu sinni við þröngan kost, en á einhvern hátt heldur hún sterkt í lífsviljann. Teiknimynd sem byggð er á Manga bók Fumiyo Kouno.

In this Corner of the World verður sýnd laugardaginn 7. apríl kl 20:00.

Aldurshópur: 12-15

Tungumál: Japanska með enskum texta

bioparadis.is

Myndin er sýnd í samstarfi við Japanska Sendiráðið á Íslandi á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík!

English

Set in Hiroshima during World War II, an eighteen-year-old girl gets married and now has to prepare food for her family despite the rationing and lack of supplies. As she struggles with the daily loss of life’s amenities she still has to maintain the will to live.

The film is screened in cooperation with the Japanese Embassy in Iceland, Saturday April 7th at 20:00 on Reykjavík International Children´s Film Festival 2018!

Age group: 12-15

Language: Japanese with English subtitles

bioparadis.is

The Karate Kid - Fjölskyldusýning!

English below
Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð Reykjavík kynnir: Hina klassísku einu sönnu THE KARATE KID! Frábær fjölskyldumynd sem fjallar um bargdagalistamann sem tekur ungan dreng sem hefur átt erfitt uppdráttar undir sinn verndarvæng.

Nostalgían nær hámarki- sunnudaginn 8. apríl kl 16:00!

English

A martial arts master agrees to teach karate to a bullied teenager.

The Karate Kid was a commercial success upon release and garnered critical acclaim, earning Morita an Academy Award nomination for Best Supporting Actor.

Join us, Sunday April 8th at 16:00!

Hilda Frænka! -Frumsýning!

Bíó Paradís og Franska Sendiráðið á Íslandi kynnir: HILDA FRÆNKA! á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík.

Myndin er frumsýnd þann 9. apríl kl 18:00 með íslenskum texta. Frítt inn og allir velkomnir.

Hilda frænka lifir fyrir plönturnar sínar. Á meðan hún ræktar heilan helling af gróðri inni í ævintýralegri glerhöll, vinnur alþjóðlegt stórfyrirtæki að því að rækta töfraplöntu sem kallast Attilem.

Stormasöm og stórkemmtileg blanda af spennu, fjölskyldudrama og ástarsögu, stórkostleg skemmtun hentar börnum 8+ ára og eldri.

Myndin verður sýnd með íslenskum texta á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð sem haldin er 5. – 15. apríl 2018.

Distant Sky: Nick Cave and The Bad Seeds - Live in Copenhagen

Nick Cave & the Bad Seeds túruðu víða árið 2017 – en tónleikarnir hlutu eina bestu gagnrýni sem hljómsveitin hefur fengið fyrir flutning sinn á plötunni Skeleton Tree. Stórkostleg upplifun á einni bestu hljómsveit okkar samtíma sem var tekin upp og leikstýrt af David Barnard. Ratar í kvikmyndahús fimmtudaginn 12. apríl 2018 kl 20:00!

Miðasala er hafin hér: tix.is

English

In 2017 Nick Cave & The Bad Seeds returned to the road for an acclaimed tour, starting in Australia before tearing across the USA and the rest of the World with some of the best reviews of a decorated career. Performing new album Skeleton Tree’s exquisitely moving compositions alongside their essential catalogue, the band’s first shows in 3 years provoked an ecstatic and passionate response in fans, critics and band alike, renewing a profound and intimate relationship wherever they played. Captured on film at Copenhagen’s Royal Arena by Director David Barnard.

Grease- 40 ára afmælis föstudagspartísýning!

English below
Söngleikur sem fjallar um ástfanga unglinga á sjötta áratug síðustu aldar.

Ein ástsælasta kvikmynd allra tíma fagnar nú 40 ára afmæli og af því tilefni sýnum við 40 ára afmælisútgáfu myndarinnar á TRYLLTRI föstudagspartísýningu 13. apríl kl 20:00 í Bíó Paradís!

P.s. það má syngja með og fara með drykki inn í salinn!

English

It’s 1958, summer is over and the hormonally-charged seniors of Rydell High are reluctantly returning to school, ready to fall back in with old friends and trade stories of the previous months’ conquests.

We will celebrate the 40th anniversary of GREASE on a true FRIDAY NIGHT PARTY SCREENING, April 13th at 20:00!

Martha & Niki

English below
Martha Nabwire og Niki Tsappos tóku þátt í stærstu alþjóðlegu street danskeppni heims Juste Debout í París. Það var í fyrsta skipti sem tvær konur urðu heimsmeistarar í hip-hop dansi.

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík býður á sýningu laugardaginn 14. apríl kl 14:00 þar sem götudansinn ræður ríkjum! Sýnd með enskum texta. Frítt inn og allir velkomnir!

English

Martha Nabwire and Niki Tsappos took part in the biggest international Street Dance Competition, Juste Debout in Paris. It was the first time ever two women became World Champions in Hip Hop.

Join us, for a free screening of MARTHA & NIKI , Saturday April 14th at 14:00 at REYKJAVÍK INTERNATIONAL CHILDREN´S FILM FESTIVAL! Screened with English subtitles.

Free entrance and everyone is welcome!

The Lion King - Fjölskyldusýning á ensku (án texta)

English below
Þetta stórkostlega ævintýri segir sögu Simba, fjörugs ljónsunga sem hlakkar óskaplega mikið til að vera konungur. Skari frændi hans leiðir hann á glapstigu og Simbi tileinkar sér kæruleysislegan lífsmáta ásamt kostulegum förunautum, þeim Tímon og Pýmba, og gleymir konunglegri ábyrgð sinni. En örlögin grípa í taumana og hann þarf að endurheimta sess sinn í „Hringrás lífsins“….

Myndin er sýnd á ensku – en með aðalleikraddir fara þeir Matthew Broderick, Jeremy Irons, James Earl Jones og Jonathan Taylor Thomas laugardaginn 14. apríl kl 16:00 á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík!

English

A Lion cub crown prince is tricked by a treacherous uncle into thinking he caused his father’s death and flees into exile in despair, only to learn in adulthood his identity and his responsibilities.

The one and only THE LION KING, original English version on Reykjavík International Children´s Film Festival, Saturday April 14th at 16:00!

Adam - Lokamynd Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík

Myndin er lokamynd Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík 2018, en lokahátíðin, þar sem myndin er sýnd fer fram í Bíó Paradís laugardaginn 14. apríl kl 19:00. Adam fer að því loknu í almennar sýningar í Bíó Paradís. Myndin er sýnd með íslenskum texta.

María Sólrún leikstýrir og skrifar handritið að Adam og framleiðir myndina ásamt Jim Stark og syni sínum Magnúsi Maríusyni sem jafnframt fer með aðalhlutverkið. Um er að ræða aðra kvikmynd Maríu Sólrúnar í fullri lengd. Fyrri mynd hennar, Jargo frá árinu 2004, var einnig valin til þátttöku á Berlínarhátíðinni 2018.

Listamannahverfið Neukölln í Berlín. Hinn ungi heyrnarlausi ADAM (20) stendur frammi fyrir erfiðustu ákvörðun lífs síns þegar móður hans, alkóhólsjúkri teknótónlistarkonu, er komið fyrir á stofnun með heilabilun. Hún hafði látið hann lofa að hjálpa sér að deyja ef það myndi gerast. Adamhefur engan til að snúa sér til og ákveður að verða að ósk hennar. Eftir að hafa kynnst óléttri stelpu á Tinder er hann ekki lengur viss um að ákvörðunin sé rétt…

English

‘I’m just a normal guy who wants a normal life. At this moment that’s not an option.’

Princess Mononoke

English below
Ungur stríðsmaður að nafni Ashitaka, fær á sig banvæna bölvun þegar hann er að reyna að vernda þorp sitt fyrir brjálaðri skepnu.

Kvikmyndin Princess Mononoke í leikstjórn Hayao Miyazaki er talin vera ein sú áhrifamesta í sögunni, og er á fjölmörgum listum yfir bestu kvikmyndir allra tíma.

Ekki missa af frábærri sérsýningu sunnudaginn 15. apríl kl 14:00 í Bíó Paradís!

Myndin verður sýnd samtímis í sal 1 með ensku tali og sal 2 á japönsku með enskum texta.

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 12 ára

bioparadis.is

Að sýningu lokinni mun Japanska Sendiráðið á Íslandi bjóða gestum upp á að fá nafnið sitt handskrifað á Japönsku.

English

On a journey to find the cure for a Tatarigami’s curse, Ashitaka finds himself in the middle of a war between the forest gods and Tatara, a mining colony. In this quest he also meets San, the Mononoke Hime.

Don´t miss out on this fantastic “one off” screening, Sunday April 15th at 14:00 where Princess Mononoke will be screened (original language).

The film will be screened simultaneously in room 1 in English and room 2 in the original Japanese with English subtitles.

This title may not be suitable for children under 13.

bioparadis.is

After the screening the Japanese Embassy in Iceland will offer guests into the world of calligraphy, where you can get your name written in Japanese.

Se7ven - Föstudagspartísýning!

English below
Myndin fjallar um tvo lögreglumenn í morðdeild sem eru að elta raðmorðingja sem réttlætir morð sín þannig að þau séu aflausn fyrir heiminn sem hefur ekki gefið hinum sjö dauðasyndum nægan gaum, og leyft þeim að grassera í samfélaginu. Rannsóknin leiðir þá félaga frá einu misþyrmda líkinu til þess næsta, þar sem morðinginn skipuleggur hvert morð sem tákn fyrir hverja af dauðasyndunum sjö. ..

Ekki missa af geggjaðri föstudagspartísýningu 27. apríl kl 20:00 í Bíó Paradís, þar sem þeir félagar Morgan Freeman og Brad Pitt skína skært!

English

Two detectives, a rookie and a veteran, hunt a serial killer who uses the seven deadly sins as his motives.

Don´t miss out on a great Friday Night Party screening, April 27th at 20:00!

Eurovision fyrri undankeppnin!

English below

ÁFRAM ARI!

Komdu með okkur í partí og horfðu á FYRRI UNDANKEPPNI Eurovision í sal 1 í bestu gæðum þriðjudagskvöldið 8. maí!

Partýið hefst kl 18:30 með EURO drykkjum á barnum og svo hefst útsendingin stundvíslega kl 19:00.

Við vekjum athygli á því að við sýnum einnig undankeppina þann 10. maí sjá hér: www.facebook.com

og úrslitin sjá hér: www.facebook.com

Frítt inn og allir velkomnir!

We are so happy to announce that we are all going to watch Eurovision together May 8th in room 1! Free entrance and everyone is welcome!

The party starts at 18:30 with drinks on the bar, and the show starts at 19:00 on the dot.

ICELAND is competing with OUR CHOICE by ARI ÓLAFSSON, GO ARI!

We are screening the latter semi finals see here on May 10th, see here:www.facebook.com and the finals on May 12th see here: www.facebook.com

Eurovision - seinni undankeppnin!

Komdu með okkur í partí og horfðu á SEINNI UNDANKEPPNI Eurovision Í SAL 2 í bestu gæðum fimmtudagskvöldið 10. maí!

Partýið hefst kl 18:30 með EURO drykkjum á barnum og svo hefst útsendingin stundvíslega kl 19:00.

Við vekjum athygli á því að við sýnum einnig undankeppina þann 8. maí, sjá hér: www.facebook.com og úrslitakvöldið, sjá hér: www.facebook.com

Frítt inn og allir velkomnir!

We are so happy to announce that we are all going to watch Eurovision together May 10th! Free entrance and everyone is welcome!

The party starts at 18:30 with drinks on the bar, and the show starts at 19:00 on the dot.

We are also screening the semi-finals on the 8th of May see more here: www.facebook.com and also the finals, see here: www.facebook.com

don´t miss out on that!

Eurovison - úrslit!

English below
Komdu með okkur í partí og horfðu á lokakvöld Eurovision í sal 1 í bestu gæðum laugardagskvöldið 12. maí!

Partýið hefst kl 18:30 með EURO drykkjum á barnum og svo hefst útsendingin stundvíslega kl 19:00.

Frítt inn og allir velkomnir!

Við sýnum einnig undanúrslitin

  1. maí hér:
    www.facebook.com

  2. maí hér: www.facebook.com

We are so happy to announce that we are all going to watch Eurovision Finals together May 12th in room 1! Free entrance and everyone is welcome!

The party starts at 18:30 with drinks on the bar, and the show starts at 19:00 on the dot.

Phone: +354 490-9090 | Terms and conditions | info@reykjaviknightlife.is
Garðhús 49 | 112 Reykjavík | Kennitala: 451211-0720 | VSK nr: 109735