or sign in directly:

Reykjavík Art Museum (Listasafn Reykjavíkur)

411 6400 listasafnreykjavikur.is
Mon - Wed 10:00 - 17:00
Thu - Thu 10:00 - 22:00
Fri 10:00 - 17:00

Listasafn Reykjavíkur er leiðandi listasafn á Íslandi staðsett í þremur aðskildum byggingum miðsvæðis í borginni, í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni.

Þar eru reglulega sýningar á verkum eftir þrjá af þekktustu listamönnum þjóðarinnar, Erró, Kjarval og Ásmund Sveinsson.

Safnið býður jafnframt upp á fjölbreyttar innlendar og alþjóðlegar sýningar á nútíma- og samtímalist eftir virta íslenska og erlenda listamenn. Safnið er einnig vettvangur fyrir ungt og upprennandi hæfileikafólk.

Reykjavík Art Museum is the largest art museum in Iceland, housed in three distinct buildings in central Reykjavík – Hafnarhús, Kjarvalsstaðir, and Ásmundarsafn.

The Museum regularly exhibits works by three of Iceland’s most renowned artists; Erró, Kjarval, and Ásmundur Sveinsson.

In addition, the Museum holds various exhibitions by Icelandic and international artists. The Museum is also a venue for young and promising talents.

Myrkraverk: Leiðsögn sýningarstjóra

Leiðsögn um sýninguna Myrkraverk með Markúsi Þór Andréssyni sýningarstjóra.

Á sýningunni eru verk listamanna sem hafa fengið innblástur úr þjóðsögum og ævintýrum eða skapað sinn eigin huliðsheim. Hvort tveggja endurspeglar mannlega tilvist, samskipti, tilfinningar og hugarástand.

Sýningin er uppfull af dularfullum og spennandi verkum sem kveikja á ímyndunaraflinu einmitt á myrkasta tíma ársins.

Hér mætast ólíkar kynslóðir listamanna:
Alfreð Flóki (1938–1987)
Ásta Sigurðardóttir (1930-1971)
Jóhanna Bogadóttir (1944)
Kristinn Pétursson (1896–1981)
Sigga Björg Sigurðardóttir (1977)
Sigurður Ámundason (1986)

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Tales of the Unseen: Curator Talk

Gallery talk with the curator of the exhibition, Markús Þór Andrésson.

Exhibited are works by artists who have been inspired by folktales and adventures or created their own hidden worlds.

The exhibition is full of mysterious and exciting work, which fire up our imagination precisely at the darkest time of the year.

Different generations of artists meet here:

Alfreð Flóki (1938–1987)
Ásta Sigurðardóttir (1930-1971)
Jóhanna Bogadóttir (1944)
Kristinn Pétursson (1896–1981)
Sigga Björg Sigurðardóttir (1977)
Sigurður Ámundason (1986)

The event will be held in Icelandic. Free with admission.

Other events

Many Langages of Art: Spanish / Español

This winter Reykjavik Art Museum offers weekly guided tours in different languages in collaboration with Móðurmál – Association on Bilingualism.

Many Languages of Art, Sundays at 1 pm at Kjarvalsstaðir and Ásmundarsafn.

Free with admission. Free entrance for holders of Annual Pass/Culture Pass.

Remember the café for a light lunch!

Listin talar tungum: Spænska / Español

Í vetur býður Listasafn Reykjavíkur upp á vikulega myndlistarleiðsögn á ýmsum tungumálum í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi.

Listin talar tungum verður á sunnudögum kl. 13.00 á Kjarvalsstöðum og í eitt skipti í Ásmundarsafni.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Minnum á kaffihúsið fyrir léttan hádegisverð!

Líðandin – la durée: Leiðsögn

Leiðsögn um sýninguna Líðandin – la durée með Eddu Halldórsdóttur, verkefnastjóra skráningar hjá Listasafni Reykjavíkur.

Á sýningunni eru mörg sjaldséð verk, einkum frá fyrri hluta starfsævi Jóhannesar Sveinssonar Kjarval (1885-1972).

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Kjarval: la durée – Gallery Talk

Gallery Talk with Edda Halldórsdóttir, Collections and Research at Reykjavík Art Museum, through the exhibition la durée.

The exhibition la durée has many rarely seen pieces by Jóhannes S. Kjarval (1885-1972), particularly from his early years.

The event will be held in Icelandic. Free with admission.

Listleikni: Námskeið um líf og list Ásmundar Sveinssonar

Námskeið í fjórum hlutum um líf og list Ásmundar Sveinssonar í tengslum við sýninguna List fyrir fólkið í Ásmundarsafni.

Námskeiðið veitir innsýn í listferil Ásmundar Sveinssonar. Hann var á meðal frumkvöðla íslenskrar höggmyndalistar og einn þeirra sem kynntu fyrir Íslendingum nýjar hugmyndir um myndlist 20. aldar. Ásmundur sótti innblástur í íslenskar sagnir og þjóðtrú en samfélagið og tækniframfarir 20. aldar voru honum einnig ríkuleg uppspretta hugmynda. Verk Ásmundar eru á opinberum stöðum víða um land og setja svip sinn á Reykjavík. Það er í anda þeirra afstöðu Ásmundar að listin eigi að vera úti á meðal fólksins og hluti af daglegur lífi.

Námskeiðið byggir á rannsóknavinnu sem unnin var í tengslum við útgáfu bókar um Ásmund Sveinsson sem Listasafn Reykjavíkur gaf út 2017. Ólíkir þættir í lífi og listferli Ásmundar verða til umfjöllunar á námskeiðinu.

Námskeiðið er haldið á laugardagsmorgnum í apríl kl. 11.00 í Ásmundarsafni við Sigtún.

Smellið hér til að skrá á námskeiðið: bit.ly

 1. apríl
  Kristín Guðnadóttir listfræðingur fjallar ýtarlega um líf og feril Ásmundar Sveinsonar. Tekin vera fyrir ákveðin tímabil í list Ásmundar, persónulegir hagir hans sem og samfélagslegir þættir sem höfðu áhrif á þróun listar hans.

 2. apríl
  Eiríkur Þorláksson listfræðingur fjallar um alþjóðleg áhrif í myndlist Ásmundar Sveinssonar. Höggmyndir Ásmundar eru tengdar almennri þróun evrópskrar höggmyndalistar á 20. öld, einkum þegar kemur að hinum formlegu þáttum þeirrar þróunar, og því er vert að setja verk hans í alþjóðlegt samhengi.

 3. apríl
  Pétur H. Ármannsson arkitekt fjallar um hús Ásmundar Sveinssonar við Freyjugötu og Sigtún. Áhuga Ásmundar á húsagerð og listrænni mótun borgarumhverfis má rekja til námsára hans við Sænsku listakademíuna í Stokkhólmi.

 4. apríl
  Hjálmar Sveinsson, heimspekingur og borgarfulltrúi, fjallar um list Ásmundar Sveinssonar í almenningsrými. Ásmundur vildi hafa verk sín úti í borgarrýminu svo að borgarbúar gætu notið þeirra í sínu hversdagslega lífi. Hvaða hlutverki gegna útilistaverk í borginni? Hvers konar listar þarfnast samfélagið?

Greiða þarf námskeiðagjöld viku áður en námskeið hefjast til þess að staðfesta þátttöku.

Þátttökugjald er 12.000 kr.

Námskeiðið er niðurgreitt af flestum stéttarfélögum. Námsmenn, eldri borgarar og öryrkjar fá afslátt ásamt handhöfum Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Listleikni eru heiti námskeiða sem Listasafn Reykjavíkur heldur fyrir fólk á öllum aldri. Í boði er fræðsla um myndlist og þjálfun í ýmsum verklegum og skapandi þáttum.

A four part course exploring the life and art of Ásmundur Sveinsson

ART READY: Ásmundur Sveinsson – Art for the people

The course provides insight into Ásmundur Sveinsson’s art and life. He was among the pioneers of Icelandic sculpture and introduced Icelanders to new ideas about art of the 20th century. Ásmundur was inspired by Icelandic Sagas and folklore, society and technological advances in the 20th century also provided him with a rich source of ideas.

The course is based on research work done in connection with a new book on Ásmundur Sveinsson and his art, published by the Reykjavík Art Museum in 2017.

The course is held on Saturday mornings in April at 11h00 in Ásmundarsafn Sculpture Museum, Sigtún. The course is held in Icelandic.

Registration here: bit.ly

7 April
Kristín Guðnadóttir, art historian, focuses on Ásmundur Sveinson’s life and career, certain periods in Ásmundur’s art, his personal pursuits as well as social factors that influenced the development of his art.

14 April
Eiríkur Þorláksson, art historian, discusses the international influences in Ásmundur Sveinsson’s art. Ásmundur’s sculptures are connected to the general development of European art in the 20th century, especially when it comes to the formal aspects of his development.

21 April
Pétur H. Ármannsson architect discusses Ásmundur Sveinsson’s house at Freyjugata and Sigtún. Ásmundur´s interest in architecture and artistic formulation of the urban environment is attributable to his academic years at the Swedish Art Academy in Stockholm.

28 April
Hjálmar Sveinsson philosopher discusses the art of Ásmundur Sveinsson in public spaces. Ásmundur wanted his work to be placed out in the city so that citizens could enjoy them in their everyday lives. What role does public art have in a city? What kind of art does society need?

Participation fee is ISK. 12.000.

Course fees must be paid a week before the course commences to confirm participation.

The course is subsidized by most unions. Students, senior citizens and disabled people receive a discount and for annul pass holders together with the owners of the Árskort Museum of Art and Reykjavík Culture Card.

Art Ready are short courses organized by the Reykjavík Art Museum for people of all ages. The program offers art historical education as well as training in practical skills.

Phone: +354 490-9090 | Terms and conditions | info@reykjaviknightlife.is
Garðhús 49 | 112 Reykjavík | Kennitala: 451211-0720 | VSK nr: 109735