or sign in directly:

For King & Country in Reykjavík Iceland

MIÐASALA HEFST 14. MARS Á TIX.IS
Hljómsveitin for King & Country heldur stórtónleika í Gamla Bíói fimmtudagskvöldið 24. maí nk. Miðasala hefst 14. mars og fer fram á tix.is.

Grípandi melódíur, kröftug keyrsla, mikilfenglegur hljóðfæraleikur og einlæg framkoma eru einkenni hljómsveitarinnar for KING & COUNTRY. Ástralska tvíekið, sem samanstendur af bræðrunum Joel og Luke Smallbone, vakti eftirtekt með útgáfu plötunnar Crave árið 2012, og vann viðurkenningu Billboard sem New Artists to Watch sama ár. Næsta plata þeirra RUN WILD. LIVE FREE. LOVE STRONG. varð númer eitt á iTunes lista og hlaut tvenn Grammy verðlaun. Þeir fengu aftur tilnefningu til Grammy verðlauna árið 2017 fyrir lagið Priceless, sem var titillag samnefndrar kvikmyndar þeirra. Vorið 2016 hóf bandið tónleikaferðalag sem náði yfir 60 helstu borgir Bandaríkjanna og endaði svo árið á jólatónleikaferðalagi þar sem uppselt var í fjölmörgum tónleikahöllum víðs vegar um landið, þar á meðal Honda Center í Los Angeles.

Hljómsveitin kom fram yfir 150 sinnum árið 2016 og spilaði fyrir um milljón aðdáendur. Þeir hafa selt yfir 600.000 plötur og auk þess hefur lögum þeirra verið streymt yfir 150.000.000 sinnum. Þeir hafa komið fram í fjölmörgum sjónvarpsþáttum, þar á meðal The View, Jimmy Kimmel Live!, The Today Show, The Tonight Show, FOX and Friends og hafa átt lög á Emmy, Super Bowl, Sunday Night Football, US Open, 7UP svo eitthvað sé nefnt.

Phone: +354 490-9090 | Terms and conditions | info@reykjaviknightlife.is
Garðhús 49 | 112 Reykjavík | Kennitala: 451211-0720 | VSK nr: 109735