or sign in directly:

The Living Art Museum (Nýlistasafnið)

003 54 551 4350 nylo.is
Tue - Wed 12:00 - 18:00
Thu - Thu 12:00 - 21:00
Fri 12:00 - 18:00

The Living Art Museum, most commonly known as Nylo, is a non-profit, artist run, member based museum and a venue for contemporary visual art in Reykjavík, Iceland. It is committed to the presentation of innovative work by Icelandic and international artists and the collecting and preserving of contemporary works.

Distant Matter

Nýlistasafnið býður ykkur hjartanlega velkomin á fyrstu sýningu safnsins á nýju ári, Distant Matter (Fjarrænt efni), með nýjum verkum eftir Katrínu Agnesi Klar og Lukas Kindermann, föstudaginn 19. janúar milli klukkan 17 - 19. Sýningarstjórn er höndum Becky Forsythe.

Á sunnudaginn 21. janúar kl. 14:00 býðst gestum að koma á ókeypis leiðsögn ásamt listamönnum og sýningarstjóra í Nýlistasafninu. Leiðsögnin fer fram á íslensku og ensku.

(english below)

Á sjóndeildarhringnum breiðast út andartök litbrigða og aragrúi stjarna ummyndar myrkrið hvítt. Fyrirfram gefnar hugmyndir um náttúruna og samstillta skynjun hversdagsins fjötra tímann og leiða okkur í gegnum þetta efni. Sjáum fyrir okkur möguleika framtíðarinnar, þó eins og við vildum helst sjá þá, í takmörkuðum og skammsýnum útfærslum. Svipmyndir af fjarlægð þeirra. Samansettar. Í bili.

Samofin augnablik á samofnum himni.

Distant Matter er fyrsta yfirgripsmikla samsýning Katrínar Agnesar Klar og Lukas Kindermann. Með aftengdum og endurröðuðum ásýndum efnis gegnum hvert og eitt verk, styðst sýningin við sendar upplýsingar, þrívíddarlíkön úr geimnum, íspinnalitaðar skjáhvílur og sjóndeildarhringi veggspjalda sem leið til að rýna í hversdagslega framsetningu og sem ferðalag um reglufast kerfi alheimsins.

Katrín Agnes Klar (f.1985) býr og starfar í München og Reykjavík.

Verk Katrínar Agnesar Klar líta til augnablika, aðstæðna og náttúrulegra fyrirbæra, bæði tilviljunarkenndra og samansettra, til að fanga hverfulleikann í umhverfi sínu, og eiga uppruna í ákveðinni fegurðar í hversdagsleikanum. Litir, efni, fjarlæg sjónarhorn og tilbúnar túlkanir verða viðmiðunarpunktar í tilraun til að víkka en jafnframt kanna mörk miðilsins.

Lukas Kindermann (f.1984) býr og starfar í München og Reykjavík.

Verk Lukas Kindermann reyna á mörk hefðbundinna framsetninga og aðferða, tækni, hiðns mannlega handbragðs og vilja. Með notkun fundins efnis, þekkingu og aðferða sem gera tilraunir til að ná utan um víðfeðma heima og geima, spegla verk Lukas alheiminn, efni hans, kortlagningu og fjarlæga tíma sem minnisvarða um fortíð framtíðarinnar.

/////

The Living Art Museum is pleased to invite you to the opening of the first exhibition of the 2018 year - Distant Matter, with new works by Katrín Agnes Klar and Lukas Kindermann, Friday January 19 between 5 - 7 pm, 2018. The exhibition is curated by Becky Forsythe.

On the horizon, moments of colour widen and an atlas of stars in the sky inverts darkness to white. They are representations of near and far-off instances. Inherited assumptions of nature and negotiated perceptions of the day-to-day are suspended in time, guiding and rendering this matter. Foreseeing future possibilities, albeit as we would like to see them, in their finite and nearsighted arrangements. Distant glimpses of their remoteness. Pieced together. For the time being.

Hyphenated moments in a hyphenated sky.

Distant matter brings together works by Katrín Agnes Klar and Lukas Kindermann for the first time to this extent at The Living Art Museum. By disconnecting and re-orientating impressions of matter through individual works, the exhibition takes transmitted information, 3D replicas from space, popsicle-coloured screensaver gradients and poster horizons as a means to ask basic questions of everyday representations and leap out into the orderly system of the cosmos.

Katrín Agnes Klar (b.1985) lives and works in Munich and Reykjavík.

Katrín Agnes Klar´s works look to moments, situations and natural phenomena, both chance and constructed, as a means to collect the ephemerality of the artist’s surroundings, and stem from a certain beauty in everydayness. Colour, material, distant views and synthetic translations acts as reference points in the process of opening up the media at hand and stretching its possibilities.

Lukas Kindermann (b.1984) lives and works in Munich and Reykjavík.

Lukas Kindermann´s practice is drawn from pushing the boundaries of traditional representation and technique, technology, the human hand and will. By looking to found material, information and modes of attempting to conceive the vastness of the outer world Lukas´ works mirror the universe, its matter, cartography and distant time as a monument to the future past.

Other events

Milli fjalls og fjöru / Between mountain and tide

Ragna Róbertsdóttir
Milli fjalls og fjöru / Between mountain and tide
24.03.18 - 19.05.18

Nýlistasafnið býður ykkur innilega velkomin á opnun sýningar Rögnu Róbertsdóttur, Milli fjalls og fjöru, laugardaginn 24. mars kl. 16:00.

(english below)

Ferill Rögnu spannar yfir 30 ár af virku sýningarhaldi en fyrsta einkasýning hennar var í Nýlistasafninu árið 1986 þegar safnið var til húsa að Vatnsstíg 3b í miðbæ Reykjavíkur.

Í verkum Rögnu sameinast hugmyndir okkar um villta náttúru og manngert umhverfi í eitt. Maðurinn hefur haft áhrif á náttúruna frá því að hann fór að færa til steina, steina sem við getum enn séð standa í Bretlandi og Frakklandi. Allt í kringum Rögnu er þessi tegund hreyfðar náttúru, hvort sem hún er stödd á Hóli í Arnarfirði, í vinnustofu sinni í miðbæ Reykjavíkur eða á heimili sínu í Moabit hverfinu í Berlín.

Sýningarstjórar eru Þorgerður Ólafsdóttir & Becky Forsythe
Hönnun sýningar er í umsjón Ásmundar Hrafns Sturlusonar

Samhliða sýningunni kemur út bók um feril Rögnu frá forlaginu DISTANZ, sem gefur heildstæða mynd af verkum hennar frá 9. áratugnum til dagsins í dag. Textahöfundar bókarinnar eru Gregory Volk og Markús Þór Andrésson.
Hönnun og uppsetning er í umsjón Studio Studio (Arnar Freyr Guðmundsson & Birna Geirfinnsdóttir).

“Talið er að á Íslandi upplifi fólk í kringum fimm eldgos á ævinni. Með hverju gosi breytist landslagið. Náttúran er ekki kyrr, hún er stöðugt á hreyfingu, á milli okkar, vegna okkar og annarra afla. Tilhneiging okkar til þess að safna náttúru og hafa hana nálægt okkur er sterk allt frá barnsaldri. Við þurfum ekki að líta lengra en ofan í úlpuvasa barna eftir stutta fjöruferð til þess að vera minnt á að kúskeljar, steinvölur og skeljabrot eru gersemar.

Verk Rögnu eru afrakstur áratuga langs áhuga listamannsins á eiginleikum íslenskrar náttúru og hugleiðinga um form og efni umhverfisins, hvað gerist við hreyfingu og úrvinnslu efnis? Ragna hefur fylgst með strandlengjunni í Arnarfirði í fjölda ára, hversu fjölbreytilegt lífríkið í fjörunni er, dag frá degi, frá fjöru til flóðs. Hvernig fjöllin með sínum hrjúfu hraunbeltum umfaðma dalinn og strandlengjuna. En hún hefur líka tekið eftir því hvernig ströndin breytist, skeljunum fækkar og annað efni skolast á land í staðinn.

Verk Rögnu úr hrauni, vikri, salti, gleri, skeljum eða akrýlögnum, hafa sterkar skírskotanir í náttúruna, hreyfiafl hennar og breytileika. Hér er náttúra Íslands aðflutt. Eins og hún kemur upp úr jörðinni, upp úr sjónum, upp úr vösum okkar og Rögnu Róbertsdóttur.,,

Ragna Róbertsdóttir (f. 1945) býr og starfar í Reykjavík og Berlín. Verk hennar hafa verið sýnd víða í Evrópu, Norður Ameríku, Kína og Ástralíu. Á meðal nýlegra sýninga og verkefna eru Staðir / Places (2016), Four Parts Divided, í i8 (2016), Seascape, Listasafnið á Akureyri (2013), Firðir/Fjords - Bíldudalur, ásamt Hörpu Árnadóttur, í sýningarstjórn Markúsar Þórs Andréssonar (2012), Mindscape, Hamish Morrison Galerie, Berlín (2010), sýningar í Bury Art Gallery Museum + Archives, Bury, Englandi (2008), New Bedford Art Museum, Massachusetts, USA (2005), Chinese European Art Center, Xiamen, Kína (2004), Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum (2004) og Listasafni Íslands (2003).


The Living Art Museum proudly welcomes you to the opening of Ragna Róbertsdóttir´s exhibition Between mountain and tide on Saturday March 24, 2018 at 4pm.

The exhibition considers works in light of their current time and location, more than thirty years from Ragna´s first solo exhibition in The Living Art Museum in 1986.

Between mountain and tide traces a record through landscape, evidence of Ragna´s meticulous relation to materials found in nature. Confronted by the remains of quiet volcanoes, the evolution of shells washed up out of the sea or multiples of cut lava, these materials mark an innate compulsion to see, feel, collect and contain before being able to understand. They form microcosms for the world - not in the least Ragna´s - and make effort to grasp it.

A carefulness is paid towards works in lava, pumice, glass, salt, shells and neon-plastic, placed within the architecture of the walls, the floor, the frames found in the museum. Their minimalism exposes the vulnerability that just as we move, nature moves, changing with the shifts in time and because of us. On the soles of our shoes, in our pocket landscapes, through our fingertips. From the top of the mountain down to the shoreline, the wilderness is manmade.

Curated by Þorgerður Ólafsdóttir and Becky Forsythe
Exhibition design by Ásmundur Hrafn Sturluson

Accompanying the exhibition is an extensive monograph on Ragna´s practice published by DISTANZ and offering a coherent look into her works from the eighties to the present. With essays by Gregory Volk and Markús Þór Andrésson. Design and layout by Studio Studio (Arnar Freyr Guðmundsson & Birna Geirfinnsdóttir).

“There is also an element of the future present here. Considerate of the location of the exhibition in the harbour, neon-plastic resonates in a different way. Although comforting to sit in the romantic and magnified version of the vastness of nature, it is less romantic to consider the measurement of timelessness or scale through nature replaced by unfamiliar material. Shells brought up on the beach briefly, only to be washed out again to sea with the current in a seemingly timeless cycle of back and forth are taken over, replaced and outlived.

Ragna Róbertsdóttir reveals to us that the environment is incapable of being indifferent towards our human existence, our impression securely upon its surface. Landscape still consuming us in her process and energy, but, as Markus Þór Andrésson points out, it is us who make it.”

Ragna Róbertsdóttir (b. 1945) lives and works in Reykjavík and Berlin. Ragna´s works have been exhibited in Europe, North America, China and Australia. Recent exhibitions and projects include Staðir / Places in Arnarfjörður (2016), Four Parts Divided, i8 (2016), Seascape, Akureyri Art Museum (2013), Firðir/Fjords with Harpa Árnadóttir, Bíldudalur curated by Markús Þór Andrésson (2012), Mindscape, Hamish Morrison Galerie, Berlín (2010), exhibition in Bury Art Gallery Museum + Archives, Bury, England (2008), New Bedford Art Museum, Massachusetts, USA (2005), Chinese European Art Center, Xiamen, China (2004), Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir (2004), and National Gallery of Iceland (2003).

Phone: +354 490-9090 | Terms and conditions | info@reykjaviknightlife.is
Garðhús 49 | 112 Reykjavík | Kennitala: 451211-0720 | VSK nr: 109735