or sign in directly:

Tjarnarbíó

527 -2100 tjarnarbio.is

Tjarnarbíó er staðsett í hjarta Reykjavíkur. Húsið var byggt árið 1913 og var starfrækt sem íshús til ársins 1942 þegar því var breytt í kvikmyndahús. Árið 1995 tók Bandalag sjálfstæðra leikhúsa, SL, við rekstri Tjarnarbíós af Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur og hefur rekið húsið síðastliðin ellefu ár fyrir Reykjavíkurborg. Húsnæðið hefur verið leigt út fyrir alls kyns starfsemi. Aðallega til atvinnuleikhópa en líka áhugaleikhópa, menntaskóla, nemendasýninga og til tónleikahalds. Eins hafa kvikmyndasýningar aukist þar síðastliðin ár.

Sjálfstæðu leikhúsin hafa tekið að sér að reka Tjarnarbíó fyrir hönd Reykjavíkurborgar eins og undanfarin ár. SL hefur falið Menningarfélagi Tjarnarbíós rekstur húsnæðisins fyrir sína hönd.

Hægt er að senda stjórn MTB og framkvæmdastjóra póst á netfangið tjarnarbio@tjarnarbio.is

Tjarnarbíó opnaði aftur eftir endurbætur Reykjavíkurborgar 1. október 2010.

  1. mars 2014 opnaði Tjarnarbíó formlega eftir endurskoðun starfsemi. Nú er þar starfrækt miðstöð sköpunar, með vinnuaðstöðu fyrir listamenn af ýmsu tagi, sem opna verk sín fyrir gesti og gangandi. Þá hefur opnað hlýlegt kaffihús með glæsilegum bar, sem opið er fram á kvöld.

Bergmálsklefinn - #bergmálsklefinn

bergmálsklefinn er ný íslensk ópera um kynjahyggju á samskiptamiðlum frá tón- leikfélaginu Aequitas Collective í samstarfi við Alþýðuóperuna.

Bergmálsklefinn kynnir sögu af fjórum einstaklingum og upplifunum þeirra af Twitter. Áhorfendur dýfa sér lengst niður í dimman, absúrd og fyndinn heim samskiptamiðla og kynnast fernhyrntri tjáningu hugsana í formi 140 stafa.

Skjárinn á sviðinu verður með „Twitter feed“ í beinni þar sem áhorfendur geta tístað beint inn í atburðarrásina.

Sungið verður bæði á íslensku og ensku, en þýðingar verða birtar á skjá.

Bergmálsklefinn notar tíst úr íslensku samfélagi orð fyrir orð til að skoða hvernig tjáning okkar á netinu mótar okkar daglega líf. Hvar lifum við lífinu okkar? Á netinu eða fyrir utan skjáinn? Sýningin rannsakar hvort skuggi svarta skjásins sýnir raunverulegu hlið manneskjunnar og hennar raunverulegu tilfinningar. Hvað segjum við og hvað meinum við í skjóli tölvunnar?

Phone: +354 490-9090 | Terms and conditions | info@reykjaviknightlife.is
Garðhús 49 | 112 Reykjavík | Kennitala: 451211-0720 | VSK nr: 109735