or sign in directly:

Upcoming events

Reykjavík Cocktail Weekend 2018

Reykjavík Cocktail Weekend er kokteilahátíð sem haldin er árlega í miðborg Reykjavíkur af Barþjónaklúbbi Íslands í samstarfi við fjöldann allan af veitinga og skemmtistöðum í borginni.
Hátíðin er haldin árlega og er þetta í fimmta sinn sem hátíðin fer fram.
Að þessu sinni fer hátíðin fram dagana 31. janúar - 4. febrúar.
Á meðan á hátíðinni stendur verður sérstakir Reykjavík Cocktail Weekend kokteil seðlar í boði á stöðunum sem taka þátt og verða þeir drykkir á sérstöku tilboðasverði.
Staðirnir munu bjóða uppá fjölda viðburða tengda hátíðinni sem eru öllum opnir.

Barþjónaklúbburinn sjálfur stendur fyrir tveimur stórum viðburðum sem opnir eru almenningi og hvetjum við sem flesta til mæta.

Fimmtudaginn 1. febrúar í Gamla Bíó fer fram Íslandsmót Barþjóna og kynningar frá helstu vínbirgjum landsins á straumum og stefnum kokteilgerðarinnar.
Sunnudaginn 4. febrúar fara svo úrslít í öllum keppnum Reyljavík Cocktail Weekend í Gamla Bíó, en það er Íslandsmót Barþjóna, þema keppni (Viskí Diskó) og keppnin um Reykjavík Cocktail Weekend drykkinn.

Þýskir kvikmyndadagar 2018 / German Film Days 2018

English below
Bíó Paradís og Goethe Institut í Danmörku standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í níunda sinn dagana 2. – 11. febrúar 2018 í samstarfi við Þýska Sendiráðið á Íslandi. Þessi sannkallaða kvikmyndaveisla hefst með In the Fade leikstjórn Fatih Akin hinni þekktu leikkonu Diane Kruger (Inglourious Basterds, Brúin, Troy) í aðalhlutverki en hún vann verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Cannes 2017 en myndin var tilnefnd til Gullpálmans á sömu hátíð.

Samtals verða sýnd sex nýjar og nýlegar kvikmyndir -brot af því besta en kvikmyndadagarnir hafa svo sannarlega fest sig í sessi sem einn helsti menningarviðburðurinn í Reykjavík.

Myndirnar eru á þýsku með enskum texta. Sjá dagskrá og sýningartíma hér að neðan. Smelltu á mynd til þess að fá upplýsingar.

Nákvæmir sýningartímar koma upp innan skamms.

English

We will be celebrating the ninth edition of German Film Days in 2018 and you can enjoy six German films in Bíó Paradís February 2nd to February 11th 2018. They are organized by Bíó Paradís in cooperation with the Goethe-Institut Denmark and the German Embassy in Iceland.

The German Film Days will open with In the Fade by Fatih Akin starring Diane Kruger, the film was nominated Palme d’Or and Kruger won the Best Actress award at Cannes 2017.

Screening dates and info about all the films here below. All films will be screened in German with English subtitles.

Exact screening times for each day will be up soon!

Groundhog Day í Bíó Paradís!

English below
Í tilefni af komu heimsþekkta bandaríska kvikmyndaleikarans Bill Murray á Listahátíð í Reykjavík í júní 2018 efna Bíó Paradís, Listahátíð í Reykjavík í samstarfi við Hugleik Dagsson til Groundhog Day í Bíó Paradís! Myndin verður sýnd frá morgni til kvölds, á sjálfan Groundhog Day föstudaginn 2. febrúar 2018. Endalaust kaffi, Hugleikur Dagsson mun bjóða upp á kynningu aftur og aftur og hver veit nema að það sé von á leynilegu dagskráratriði. Og þó.

Hugleikur Dagsson mun teiknar sitt eigið Groundhog Day -frá morgni til kvölds. Fylgstu með á Snapchat Bíó Paradís. Athugið að dagskráin er á ensku.

Málið er einfalt ef þú kaupir þig inn á einhverja sýningu yfir daginn, þú færð stimpil og getur rambað inn og út að vild allan daginn og allt kvöldið - eða ekki og verið allan Groundhog Day.

Miðaverð er 1.200. kr - þú færð stimpil og getur komið og farið allan daginn og allt kvöldið -eða ekki og verið bara í Bíó Paradís við opnum Groundhog Day kl 10:00 um morgunin! Síðasta sýning er kl 22:00.


Listahátíð í Reykjavík leitast við að koma stöðugt á óvart og endurspegla fjölbreytileika mannlífsins. Við getum ekki beðið eftir að taka á móti þér á Groundhog Day og hita upp fyrir komu Bill Murray sem mun bjóða upp á kvöldstund 14. og 15. júní 2018 næstkomandi í Hörpu. Sjá nánar á vef Listahátíðar í Reykjavík hér: www.listahatid.is

English

Legendary actor Bill Murray will perform at Reykjavík Arts Festival in the summer 2018. As a warm up for his visit, the festival is teaming up up with local Arthouse Cinema Bíó Paradís and artist/cartoonist Hugleikur Dagsson for a true Groundhog Day, February 2nd 2018.

The film is screened all day and night long with introduction by Hugleikur Dagsson, and there will be a lot of surprises and coffee. It’s going to be legendary.

Hugleikur Dagsson will draw a comic version of Groundhog Day all day long but be sure to witness it on Snapchat too! Snapchat: Bioparadis.

Ticket price is 1.200 ISK and you can come and go as you please- or not first screening is at 10:00 and the last is at 22:00!

Read more about Reykjavík Arts Festival and the New Worlds – Bill Murray and Friends June 14th – 15th 2018 here: www.listahatid.is

Vígalegir víkingar

Óútreiknanlegir víkingar frá víkingafélaginu Rimmugýgi heimsækja Sögusafnið á safnanótt, sýna vopn sín og fatnað, spjalla við gesti og gangandi og skemmta þeim eins og þeim er einum lagið. Reynslan hefur kennt okkur að vera við öllu búin á þessu kvöldi!! Víkingarnir verða á safninu allt kvöldið svo engin hætta er að missa af þeim. Frítt verður inn á safnið eftir klukkan sex og opið til ellefu um kvöldið.

Unpredictable vikings from the Viking society Rimmugýgur visit the Saga Museum during Museum Night. They will display their weapons and clothing, talk to visitors and passersby and entertain them like only they know how. Experience has taught us that anything and everything can happen during this night! The vikings will be there the whole night, so there’s no way you’ll miss out on them. Admission will be free from 18.00 o’clock and the museum will stay open till eleven p.m.

vetrarhatid

Safnanótt| Háskaleikar fyrir hugaða krakka á Vetrarhátíð

Grófarhús Tryggvagötu 15
Föstudaginn 2. febrúar kl. 18-21
Borgarbókasafn, Borgarskjalasafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Í myrkrinu leynast margar kynjaverur og vættir sem vakna til lífsins á Safnanótt, í Grófarhúsi. Þar hafa þær fundið sér íverustað og fara á kreik þegar dimma tekur og leynast í skúmaskotum á öllum hæðum. Kjarkmiklum krökkum er boðið að koma og taka þátt í háskaleikunum og fara um húsið og takast á við voðalegar áskoranir. Í lokin fá öll börn verðlaun fyrir áræðni og kjark.
Þorir þú að vera með og taka áskoruninni?
· Leyndardómar Hogwart skólans
Í heimi Harry Potters leynast margar kynjaverur. Þorir þú að kíkja inn í leyniklefann að takast á við Lord Voldemort, varúlfa og vitsugur?
· Töfraheimur Narníu
Stígðu inn í ævintýraheim ljósa og lita og hittu fyrir glitrandi og seiðandi ævintýra- og furðuverur.
· Slím, slor, hor eða …! Hvað leynist í ógeðskassanum?
Starandi augu velta um í kaldri leðju innan um snáka og snigla! Þorir þú að þreifa ofan í kassann?
· Slenderman – Maðurinn magri
Viltu fá hárin til að rísa? Þorir þú að kíkja bak við tjöldin og hitta Manninn magra?
· Turn Quasimodos
Má bjóða þér að líta við hjá kroppinbaknum voðalega í kirkjuturninum? Vertu bara viss um að rata aftur út.
· Hvaða kynjaverur búa í völundarhúsinu?
Það er aðeins á færi hinna allra huguðustu að feta sig í gegnum hið voðalega völundarhús þar sem hætturnar leynast í hverju horni.
· Komdu og skoðaðu í líkkistuna mína
Í kirkjugörðum leynast hroðalegar verur og úr opnum gröfum skríða uppvakningar og beinagrindur. Þorir þú að leggjast í kistuna?
· Göngin dimmu og djúpu
Í dimmum göngum getur allt gerst og enginn veit hvað leynist í iðrum jarðar. Viltu sigrast á óttanum við hið ókunnuga og skríða í gegn?
· Höfuðlausn
Muntu halda höfði eða enda sem höfuðréttur óvættarinnar? Komdu undir borðið og sjáðu hvort þú haldir haus.
Að loknum háskaleika verður koldimmt karíókí frá kl. 21-23. Hvað er þá meira við hæfi en að syngja Thriller að hætti Michael Jackson eða Garún með Mannakorni. Hægt verður að velja úr 17.000 lögum og ættu allir að geta látið ljós sitt skína.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Nánari upplýsingar veitir:

Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is
S: 4116114

The Sound of Music - Singalong!

English below
Þessi töfrandi saga sem byggð er á sönnum atburðum er ein sú fallegasta fjölskyldumynd allra tíma. Julie Andrews er ógleymanleg í hlutverki ungrar trúaðar konu sem yfirgefur klaustur til þess að aðstoða fjölskyldu við að sjá um sjö börn Von Trapp fjölskyldunnar. The Sound of Music vann til fernra Óskarsverðlauna árið 1965, m.a. sem besta kvikmyndin og fyrir bestu leikstjórn.

Ekki missa af frábærri FÖSTUDAGSPARTÍSÝNINGU á SOUND OF MUSIC – SINGALONG 2. febrúar kl 20:00! Syngdu með okkur.. THE HILLS ARE ALIVE WITH THE SOUND OF MUSIC!

English

The magical, heartwarming, true-life story has become the most popular family film of all time. Julie Andrews lights up the screen as Maria, the spirited young woman who leaves the convent to become governess to the seven children of autocratic Captain von Trapp. The Sound of Music won five Academy Awards in 1965, including Best Picture and Best Director.

Don´t miss out on a GREAT FRIDAY NIGHT PARTY SCREENING of Sound of Music – Singalong version, Friday February 2nd at 20:00!

SSSól og Helgi Fokking Björns á SPOT

Síðan Skein Sól aka SS-SÓL á balli á SPOT laugardagskvöldið 3. febrúar 2018.

Þeir hafa tryllt sveitaballaþyrsta íslendinga um áratuga skeið eða allt frá smellir eins og “Dísa”, “Nostagígja” “Verð að fá að skjóta þig” komu út og fleirri hittara sem í dag eru löngu orðnir klassískir, með foringja og jarl íslenskra sveitaballa Helga Fokking Björns fremstan meðal jafningja uppi á sviði eða uppi í rjáfri.

Eru ekki allir SEXÝ?

Phone: +354 490-9090 | Terms and conditions | info@reykjaviknightlife.is
Garðhús 49 | 112 Reykjavík | Kennitala: 451211-0720 | VSK nr: 109735