or sign in directly:

Upcoming events

Jólatónleikar Borgardætra í Gamla Bíó

Hinir árlegu jólatónleikar Borgardætra verða haldnir í Gamla Bíói 11. og 12. desember.

Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir verða í jólaskapi að venju og syngja öll sín ljúfustu lög á milli þess sem þær bjóða upp á ýmsar óvæntar uppákomur.

Með þeim verður sama gamla, góða hljómsveitin, skipuð Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara og hljómsveitarstjóra, Andra Ólafssyni bassaleikara og Magnúsi Trygvasyni Eliassen trommuleikara.

Íslensku jólasveinarnir / The Icelandic Yule Lads

Íslensku jólasveinarnir líta við á Þjóðminjasafninu á hverjum degi kl. 11 frá 12. desember til 24. desember. Verið öll velkomin. //
The Yule Lads visit the National Museum of Iceland daily at 11 am from the 12th of December to the 24th. All are welcome.

Nöfn Íslensku jólasveinanna þrettán // The names of the thirteen Icelandic Yule Lads

12.12 Stekkjarstaur / Sheep-Cote Clod
13.12 Giljagaur / Gully Gawk
14.12 Stúfur / Stubby
15.12 Þvörusleikir / Spoon Licker
16.12 Pottaskefill / Pot Scraper
17.12 Askasleikir / Bowl Licker
18.12 Hurðaskellir / Door Slammer
19.12 Skyrjarmur / Skyr Gobbler
20.12 Bjúgnakrækir / Sausage Swiper
21.12 Gluggagægir / Window Peeper
22.12 Gáttaþefur / Door Sniffer
23.12 Ketkrókur / Meat Hook
24.12 Kertasníkir / Candle Beggar

Hefnendurnir Christmas Special á Húrra

Hullasníkir og Ævarskellir sýna uppáhalds Christmas Special sjónvarpsþættina sína í sérstöku Jóla-Hanukkah-Kwanza-Hefnendabíói. Mætið í ljótum peysum með ástina á arminum og leyfið hefnendum að mjaka ykkur í hátíðargírinn.

Star Wars forsýning

Alltaf gaman að vera fyrstur að sjá nýjustu Star Wars myndirnar, en hverjir ætla að taka þetta alla leið og mæta í búningi? Þeir setja nafn og netfang í pottinn, sem verður á forsýningunni og eiga þá möguleika á vinningi. Star Wars tölvuleikur, bíókort og gjafabréf popp og gos. Hlökkum til að sjá ykkur í Smárabíói.

Minning um sumar

Viktor Pétur opnar sölusýningu á plöntugrafík í Tjarnarbíó næsta miðvikudag 13. desember kl 20.

Á 20 ára gömlum Golf ferðaðist Viktor Pétur um suðvesturhornið og safnaði litum og línum úr vegkantagrösum. Plantaði sér á tjaldsvæðum í innsveitum við stöðuvötn og hjólhýsarafmagn. Ekki til að bjóða berum sólarlægum himni sem speglast á sílapollum byrginn með spaghettívestrum eða tíu fréttum, heldur til að keyra upp hitapressu frá eftirstríðsárunum sem þjónaði mikilvægum tilgangi við myndirnar sem verða til sýnis í Tjarnarbíó frá og með miðvikudeginum 13. desember kl 20.

Boðið verður upp á prosecco og piparkökur við opnunina.

Dúkkulísurnar ásamt Pálma Gunnars - Það koma kannski jól

Í fyrsta sinn á jólatónleikum, Dúkkulísur og Pálmi Gunnarsson. Gömlu góðu jólalögin í bland við margskonar lög bæði gömul og ný. Jólin okkar rifjuð upp með slatta af englahári og rauðum eplum – hvernig heldur Pamela í Dallas jól?

Dúkkulísur og Pálmi Gunnars munu koma einnig fram á eftirtöldum stöðum:

  1. desember - Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum
  2. desember - Bæjarbíó, Hafnarfirði

Doomcember II: Godchilla, Morpholith & Witchking á Húrra

Godchilla

Godchilla are three mysterious boys ripping sludgy waves. This Reykjavík-based surf-doom band first grabbed attention in 2013 upon releasing one song on 19 limited floppy disks. They quickly garnered a reputation for loud, intense live performances with elaborate visual and atmospheric elements. Their live intensity is equality reflected on their powerful debut album, Cosmatos, which came out in fall 2014 and was recorded in Stúdíó Sýrland. Their overall sound is a seamless blend of ethereal aggression, meditative patterns and shamanic grooves, which holds their audiences as devoted captive subjects.

Godchilla spila leyndardómsdagsrokk. Þeir flyja tónlist sína samtímis í mörgum samhliða heimum og leyfa hljóðum að ferðast á milli gegnum augnabliksvíddargáttir sem opnast og lokast í sífellu með óútreiknanlegu millibili.

www.godchilladoom.bandcamp.com

Morpholith

In the gloom of October 2015 the word went out, it would be slow and it would be loud. By early 2016 Morpholith was formed.
First presence was established late that year and soon after the first recording session for a ep began.

The music is tall, ominous and played with a maximum amount of amplifiers available, creating sonic wall of fuzz and sending you in a deep trance of psychedelic beats.

Witchking

Witchking brings a low, slow, heavy groove to go. Doom, desert and three amigos start the evening with tunes from the dunes

1000 ISK

Jólastuð með Valdimari Guðmundssyni & Stórsveit Samma

Komdu þér í hið eina sanna Jólastuð með Valdimari Guðmundssyni & Stórsveit Samma í Gamla Bíói fimmtudaginn 14. desember
Samúel Jón Samúelsson eða Sammi eins og hann er jafnan kallaður og hljómsveit hans eru löngu þekktir fyrir hrynhita og fjör og nú ætla þeir sér að hella sér í jólatónleikaflóðið með stórsöngvaranum Valdimari Guðmundssyni.
Aðdáendur sveitarinnar kannst margir við funky christmas partí sem haldin hafa verið undanfarin ár þar sem Valdimar hefur veri gestur en nú verður Valdimar aðal og syngur jólalög úr ýmsum áttum sem söngvarar eins og Stevie Wonder, Donny Hathaway, Michael Jackson, Frank Sinatra ofl fluttu á sínum tíma. Hljómsveitin er skipuð 14 úrvals hljóðfæraleikurum.
Valdimar Guðmundsson hefur á síðustu árum haslað sér völl sem einn af ástsælustu söngvurum þjóðarinnar. Hann sló fyrst í gegn með plötunni Undraland með hljómsveit sinni, Valdimar. Eftir það hefur hann farið um víðan völl í tónlistinni og auk þess að gefa út tvær plötur til viðbótar með hljómsveit sinni hefur Valdimar sungið á tónleikum og á upptökum í hinum ýmsu tónlistarstefnum, allt frá jazzi til rapps.

Hér er á ferðinni Jazz, Funk & Soul Jóla veisla sem kemur þér í sannkallað Jólastuð
Sérstakur gestur verður Bryndís Jakobsdóttir

Miðasala hefst þriðjudaginn 24. oktober kl 10:00
Það verða sæti við hringborð niðri og sæti uppi
Miðaverð: 6900

Phone: +354 490-9090 | Terms and conditions | info@reykjaviknightlife.is
Garðhús 49 | 112 Reykjavík | Kennitala: 451211-0720 | VSK nr: 109735