or sign in directly:

Tjarnarbíó

527 -2100 tjarnarbio.is

Tjarnarbíó er staðsett í hjarta Reykjavíkur. Húsið var byggt árið 1913 og var starfrækt sem íshús til ársins 1942 þegar því var breytt í kvikmyndahús. Árið 1995 tók Bandalag sjálfstæðra leikhúsa, SL, við rekstri Tjarnarbíós af Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur og hefur rekið húsið síðastliðin ellefu ár fyrir Reykjavíkurborg. Húsnæðið hefur verið leigt út fyrir alls kyns starfsemi. Aðallega til atvinnuleikhópa en líka áhugaleikhópa, menntaskóla, nemendasýninga og til tónleikahalds. Eins hafa kvikmyndasýningar aukist þar síðastliðin ár.

Sjálfstæðu leikhúsin hafa tekið að sér að reka Tjarnarbíó fyrir hönd Reykjavíkurborgar eins og undanfarin ár. SL hefur falið Menningarfélagi Tjarnarbíós rekstur húsnæðisins fyrir sína hönd.

Hægt er að senda stjórn MTB og framkvæmdastjóra póst á netfangið tjarnarbio@tjarnarbio.is

Tjarnarbíó opnaði aftur eftir endurbætur Reykjavíkurborgar 1. október 2010.

  1. mars 2014 opnaði Tjarnarbíó formlega eftir endurskoðun starfsemi. Nú er þar starfrækt miðstöð sköpunar, með vinnuaðstöðu fyrir listamenn af ýmsu tagi, sem opna verk sín fyrir gesti og gangandi. Þá hefur opnað hlýlegt kaffihús með glæsilegum bar, sem opið er fram á kvöld.

Afmælis-tribute tónleikar Svavars Knúts

Svavar Knútur söngvaskáld hefur nú loksins náð hinni stórkostlegu og skemmtilegu tölu 42 í aldri. Mun hann af því tilefni fagna afmæli sínu með því að halda sérstaka tribute tónleika í Tjarnarbíó, þar sem fram koma fjöldi söngvara og annarra tónlistarmanna og flytja lög Svavars með sínu nefi.

Rúmir 20 söngvarar, bæði landsþekktir og minna þekktir hafa boðað þátttöku sína, svo þarna verður svo sannarlega margt um manninn og fjölmörg lög tekin.

Fyrir tónleikana, sem hefjast, kl. 20.30 verður teiti á Tjarnarbarnum.

Miðaverð: 3000 kr.
Ágóði tónleikanna mun að sjálfsögðu renna til góðs málefnis.

Svavar Knútur - Afmælis-Tribute tónleikar

Svavar Knútur söngvaskáld hefur nú loksins náð hinni stórkostlegu og skemmtilegu tölu 42 í aldri. Mun hann af því tilefni fagna afmæli sínu með því að halda sérstaka tribute tónleika í Tjarnarbíó, þar sem fram koma fjöldi söngvara og annarra tónlistarmanna og flytja lög Svavars með sínu nefi.

Rúmir 20 söngvarar, bæði landsþekktir og minna þekktir hafa boðað þátttöku sína, svo þarna verður svo sannarlega margt um manninn og fjölmörg lög tekin.

Meðal þeirra sem koma fram eru:

Kristjana Stefáns
Ragga Gröndal
Skúli Mennski
Heiða Trúbador
Eyþór Ingi
Rósa Ásgeirs
Hemúllinn
Bara Heiða
Toggi Popp
Hildur Vala
Jón Ólafsson
Rósa Ásgeirs
Una Stef
Eyvindur Karlsson
Beggi Dan
Vox Populi

Fyrir tónleikana, sem hefjast, kl. 20.30 verður teiti á Tjarnarbarnum.

Ágóði tónleikanna mun að sjálfsögðu renna til góðs málefnis.

Hans Blær

“Róa sig. Ég er bara að reyna að vera svolítið skemmtilegt”

Hafið þið nokkurn tíma spurt ykkur hvaða eiginleika manneskja þyrfti að hafa til þess að þið gætuð verið þess fullviss að viðkomandi væri að öllu leyti, innra sem ytra, óferjandi skíthæll og viðundur?

Og ef ekki - Hvers vegna í ósköpunum ekki?

Hans Blær Viggósbur er gjálífiströll með uppleysta sjálfsmynd, ofvirka tískuvitund og egó í hjartastað. Hán er glundroðamaskína í fjölkynja líkama sem lifir fyrir það eitt að storka heiminum og trekkja upp hina viðkvæmu.

Allt frá því hán komst fyrst í tæri við hamstrahjól fjöl- og félagsmiðlunar hefur Hans Blær verið á milli tannanna á þjóðinni, sem sýpur hveljur og skríkir til skiptis, en skemmtir sér alltaf vel.

Þegar upp kemst að Hans Blær hefur notað nauðgunarmeðferðarheimilið Samastað til þess að svala afbrigðilegum fýsnum sínum er hugsanlegt - rétt svo hugsanlegt - að samfélagið hafi loks fengið nægju sína og þjóðin sé hætt að flissa.

Óskabörn ógæfunnar og Eiríkur Örn Norðdahl unnu síðast saman að leiksýningunni Illska sem hlaut sex tilnefningar til Grímunar, þar á meðal sýning ársins og leikrit ársins.

Nú matreiða þau ískalt lík tröllasamfélagsins ofan í gapandi vandláta skolta ofurmeðvitaðra hipsterkúreka og réttlætisriddara - á besta stað í borginni - og bera það fram snyrtilega niðursneitt á nýuppþvegnu silfurfati. Skemmtið ykkur í guðanna bænum vel. Þetta verður tótal hatefest.

Aðstandendur; Eiríkur Örn Norðdahl, Vignir Rafn Valþórsson, Halla Ólafsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Sara Marti Guðmundsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Áslákur Ingvarsson, Roland, Davíð Freyr Þórunnarson.

Feel-Link götudanssýning

English below.

Félag Litháa á Íslandi fagnar 10 ára afmæli sínu með Low Air Dansleikhúsinu frá Vilnius í Litháen.

„Feel-Link“ var fyrsta borgar/hip-hop danssýningin í Litháen. Frumraun danssýningarinnar var tilnefnd til virtra verðlauna Gullkross leikhúsins í Litháen (besta frumraun ársins) og fengu viðurkenningu fyrir bestu listdansara.

Danssýningin fjallar um innri tilfinningar fólks, ást og ástarsambönd. Tónlistin við verkið eftir Nina Simone.


FEEL - LINK street dance performance

Lithuanian Association in Iceland celebrates 10 year anniversary with Urban Dance Theatre Low Air from Lithuania.

”Feel-Link” was the first urban/hip-hop dance production in Lithuania and on its debut was nominated for the prestigious Lithuanian Golden Stage Cross theatre awards (for Best Debut of the Year) and they were awarded that competition’s Best Choreographers the following year.

”Feel-Link” features an evocative electronica soundtrack that ultimately gives way to the passion and sophisticated rawness of Nina Simone’s Feelings as the dancers engage in a seemingly endless cycle of repressed feelings that ultimately come to an astonishing conclusion.

#bergmálsklefinn

bergmálsklefinn er ný íslensk ópera um kynjahyggju á samskiptamiðlum frá tón- leikfélaginu Aequitas Collective í samstarfi við Alþýðuóperuna.

Bergmálsklefinn kynnir sögu af 4 einstaklingum og upplifanir þeirra af Twitter. Áhorfendur dýfa sér lengst niður í dimman, absúrd og fyndinn heim samskiptamiðla og kynnast fernhyrntri tjáningu hugsana í formi 140 stafa.

Skjárinn á sviðinu verður með „Twitter feed“ í beinni þar sem áhorfendur geta tístað beint inn í atburðarrásina.

Sungið verður bæði á íslensku og ensku, en þýðingar verða birtar á skjá.

Bergmálsklefinn notar tíst úr íslensku samfélagi orð fyrir orð til að skoða hvernig tjáning okkar á netinu mótar okkar daglega líf. Hvar lifum við lífinu okkar? Á netinu eða fyrir utan skjáinn? Sýningin rannsakar hvort skuggi svarta skjásins sýnir raunverulegu hlið manneskjunnar og hennar raunverulegu tilfinningar. Hvað segjum við og hvað meinum við í skjóli tölvunnar?

Phone: +354 490-9090 | Terms and conditions | info@reykjaviknightlife.is
Garðhús 49 | 112 Reykjavík | Kennitala: 451211-0720 | VSK nr: 109735