or sign in directly:

Halldór Laxness Museum (Gljúfrasteinn)

586 8066 gljufrasteinn.is
Mon 09:00 - 17:00

Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið en var opnað almenningi sem safn í september 2004.

Auk þess að vera opið gestum býður Gljúfrasteinn upp á ýmsa viðburði allan ársins hring, svo sem stofutónleika á sumrin, upplestur úr nýjum bókum fyrir jólin og margt fleira.

Nánari upplýsingar um starfsemi safnsins má finna á www.gljufrasteinn.is


Gljúfrasteinn is a writers museum. It was the home and workplace of Halldór Laxness (winner of the Nobel Prize for Literature in 1955) and his family for more than half a century. It has now been opened to the public as a museum, unchanged from when Laxness lived there.

Tours of the house are available in Icelandic, English, German, Swedish and Danish, and an illustrated guide in French.

For further information look at the website: www.gljufrasteinn.is

Ferskir tónar með Quartetto a muoversi

Quartetto a muoversi flytur íslenska tónlist á Gljúfrasteini sunnudaginn 20. ágúst 2017. Nafn kvartettsins vísar til hreyfanleika hans og þess markmiðs að stuðla að ferskri nálgun á klassíska tónleikaformið. Markmið kvartettsins er að frumflytja a.m.k. eitt nýtt verk á hverjum tónleikum. Kvartettinn er nokkuð óhefðbundinn að samsetningu en hann skipa Björk Níelsdóttir sópransöngkona, Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason, klarinettuleikari og Svanur Vilbergsson gítarleikari. Leikin verður tónlist eftir Snorra Sigfús Birgisson, Gísla J. Grétarsson, Jón Nordal, Elínu Gunnlaugsdóttur og nýtt verk frumflutt eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur.

Miðar eru seldir í safnbúðinni samdægurs og kosta 2000 kr. Við mælum með að fólk komi snemma til að tryggja sér miða og sæti þar sem það er frjáls sætaskipan í stofunni.

Phone: +354 490-9090 | Terms and conditions | info@reykjaviknightlife.is
Garðhús 49 | 112 Reykjavík | Kennitala: 451211-0720 | VSK nr: 109735