or sign in directly:

Bíó Paradís

412 7711 bioparadis.is

Bíó Paradís sýnir nýjar áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum auk hverskyns eldri mynda erlendra sem innlendra, hýsir kvikmyndahátíðir og stendur fyrir hverskyns kvikmyndatengdum viðburðum. Þá eru reglulegar skólasýningar í húsinu þar sem markmiðið er að efla þekkingu og menntun á þessari mikilvægu listgrein.

Í Bíó Paradís er einnig að finna veitingahús og verslun með mynddiska og annan kvikmyndatengdan varning.

Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna.

Mamma Mia! Singalong föstudagspartísýning!

Vegna FJÖLDA áskorana þar sem uppselt var á sýninguna okkar þann 25. ágúst,

Mamma Mia! er saga sem á sér stað á grískri eyju og segir frá dóttur í leit að föður sínum til þess að leiða sig upp að altarinu. Ævintýrið er fléttað inn í 27 af vinsælustu lögum hljómsveitarinnar ABBA en þar má nefna lög eins og Dancing Queen, Knowing Me Knowing You, Super Trouper og Mamma Mia!

Vegna FJÖLDA áskoranna bætum við við aukasýningu

FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 29. SEPTEMBER KL 20:00!

Ætlar þú að vera með okkur og syngja með á MAMMA MIA! Tryggðu þér miða strax því síðast varð uppselt!

English

The story of a bride-to-be trying to find her real father told using hit songs by the popular ’70s group ABBA.

Sophie has just one wish to make her wedding perfect: to have her father walk her down the aisle. Now she just has to find out who he is… Join the music, laughter and fun of the irresistibly charming Mamma Mia! The Movie. Academy Award-winner Meryl Streep leads an all-star cast, including Pierce Brosnan and Colin Firth – as well as up-andcomers Amanda Seyfried and Dominic Cooper, in this musical celebration of mothers, daughters and fathers, and true loves lost and new ones found.

Based on the Broadway smash-hit and filled with the ABBA songs you know and love, it’s the feel-good experience that will have you singing and dancing over and over again.

Encore screening:

September 29th at 20:00

Join us for a GREAT Sing-a-long screening!

Vetrarbræður - frumsýning með leikstjóra og fleirum!

Myndin er frumsýnd 29. september í Bíó Paradís með íslenskum texta að viðstöddum leikstjóranum Hlyni Pálmassyni og framleiðandanum Antoni Mána kl 20:00!

Vetrarbræður (Vinterbrødre) gerist í einangraðri verkamannabyggð á köldum vetri í Danmörku. Myndin segir frá bræðrunum Emil og Johan og hvernig þeirra daglega rútína er einn dag brotin upp með ofbeldisfullum deilum milli þeirra og annarrar fjölskyldu á vinnustaðnum. Saga um skort á ást með áherslu á yngri bróðurinn, Emil, og þörf hans fyrir að vera elskaður og þráður. Með helstu hlutverk fara Lars Mikkelsen (House of Cards), Elliott Crosset Hove og Simon Sears.

Nánari fréttir af Vetrarbræðrum er að finna á Facebook síðu myndarinnar.

„Kyngimögnuð, listaverk með mikið hjarta “ – CINEUROPA

„Einstakt og ávanabindandi brugg “ – HOLLYWOOD REPORTER

„Ótrúlega spennandi verk“ ★★★★★ – THE UPCOMING

„Afar heillandi frumraun“- VARIETY

„Djörf, köld og dimm“ – CINEVUE

Vetrarbræður - viðhafnarsýning með leikstjóra og fleirum

Myndin segir frá tveimur bræðrum sem búa í einangraðri verkamannabyggð. Yngri bróðirinn lendir í ofbeldisfullum deilum við vinnufélaga sína þegar heimabrugg hans er talið ástæða þess að maður liggur við dauðans dyr. Stigmagnandi útskúfun hans í framhaldi þess reynir á samstöðu bræðranna en þegar eldri bróðirinn virðist hafa unnið ástir draumastúlku þess yngri fer óhefluð atburðarás af stað. Vetrarbræður er saga um skort á ást og löngun eftir því að vera elskaður og þráður. Með helstu hlutverk fara Elliott Crosset Hove, Simon Sears, Lars Mikkelsen (House of Cards) og Victoria Carmen Sonne.

Myndin er sýnd á viðhafnarsýningu föstudaginn 29. september kl 20:00 í Bíó Paradís með íslenskum texta að viðstöddum leikstjóranum Hlyni Pálmasyni, framleiðandanum Antoni Mána og kvikmyndatökukonunni Maria von Hausswolff þar sem þau munu svara spurningum áhorenda eftir sýninguna. Myndin fer síðar í almennar sýningar í Bíó Paradís með íslenskum texta.

Nánari fréttir af Vetrarbræðrum er að finna á Facebook síðu myndarinnar. www.facebook.com/winterbrothers.vinterbrodre/

„Kyngimögnuð, listaverk með mikið hjarta “ – CINEUROPA

„Einstakt og ávanabindandi brugg “ – HOLLYWOOD REPORTER

„Ótrúlega spennandi verk“ ★★★★★ – THE UPCOMING

„Afar heillandi frumraun“- VARIETY

„Djörf, köld og dimm“ – CINEVUE

Með allt á hreinu - singalong sýning!

Bíó Paradís ætlar að bjóða upp á sýningu á MEÐ ALLT Á HREINU endurnýjaða, hljóð -og myndbætta útgáfu með sérstökum fjöldasöngstextum sem birtast í sönglögum myndarinnar. Sing-along sýning í Paradís sumarið 2017 á 35 ára afmæli þessarar ástsælustu kvikmyndar Íslandssögunnar sem dró 120.000 manns í bíó á fyrsta sýningarári.

Tónlistar- og grínmyndin Með allt á hreinu fjallar um tvær hljómsveitir, Stuðmenn og Gærurnar (réttu nafni Grýlurnar), ástir og afbrýði meðlima þeirra og spaugilegar uppákomur í ferðalagi þeirra um Ísland. Söngtextar birtast með öllum lögum myndarinnar.

Ekki missa af sankallaðri söngveislu í Bíó Paradís laugardagskvöldið 30. september kl 20:00. Leynigestur mun vera viðstaddur sem býður gestum velkomna og aldrei að vita hvort gesturinn leiði söng!

Sympathy for Mr. Vengeance - Meistaravetur Svartra Sunnudaga

English below
Svartir Sunnudagar heiðra hinn stórkostlega leikstjóra Chan- wook Park sem fæst við hefndina og ofbeldi á listrænan hátt þar sem hasarinn ræður ríkjum.

Um er að ræða fyrsta verkið í þrílek hans um hefndina, Sympathy for Mr. Vengeance sem er sýnd sunnudaginn 1. október kl 20:00!

English

A recently laid off factory worker kidnaps his former boss’ friend’s daughter, hoping to use the ransom money to pay for his sister’s kidney transplant.

Don´t miss out on Chan-wook Park´s Sympathy for Mr. Vengeance on a Black Sunday, October 1st at 20:00!

The Rocky Horror Picture Show- föstudagspartísýning!

English below
Kíktu til okkar á föstudagspartísýningu þann 6. október kl 20:00 á Rocky Horror í Bíó Paradís þar sem þú getur sungið með! Myndin er á ensku og sýnd með íslenskum texta! (en þú getur samt sungið með þar sem enginn texti verður undir þegar söngaatriðin eru)

Tim Curry fer hamförum sem klæðskiptingurinn Frank en auk hans leika í myndinni Susan Sarandon og Barry Bostwick. Þá bregður Meatloaf fyrir í hlutverki hins snarruglaða Eddie. Í myndinni segir af huggulegu pari, Brad og Janet, sem þarf að leita aðstoðar íbúa drungalegs kastala þegar springur á bifreið þeirra og enginn finnst tjakkurinn. Húsráðandi reynist vera kynóður vísindamaður og klæðskiptingur og reynist dvöl þeirra í kastalanum nokkuð ævintýraleg.

English

Spoof sci-fi and camp horror makes ‘The Rocky Horror Picture Show’ a one of a kind cult classic, this bizarrely entertaining and highly satisfying musical is a huge box-office draw. When a straight-laced couple is stranded on a stormy night, they take refuge in a dark, old mansion full of weirdos led by a mad transvestite scientist.

Friday October 6th at 20:00, wear a costume if you like and come party with us!

Yerma - Breska Þjóðleikhúsið/ National Theatre Live

English below
Billie Piper (Penny Dreadful, Great Britain) á stórleik í uppsetningu Breska Þjóðleikhússins í uppfærslu á Yerma sem fjallar um unga konu sem gerir allt í örvæntingu til þess að eignast barn.

Uppselt hefur verið á nær allar sýningar í London, þetta er sýning sem þú vilt ekki missa af! Allir helstu fjölmiðlar ytra gefa uppfærslunni fimm stjörnur.

Sýningar:

Laugardagur 7. október kl 15:45

Sunnudagur 8. október kl 15:45

Laugardagur 14. október kl 15:45

Sunnudagur 15. október kl 15:45

Athugið að klippikort og árskort gilda ekki á sýninguna.

★★★★★
“An extraordinary theatrical triumph” – The Times

★★★★★
“Billie Piper makes a shattering Yerma” – The Observer

★★★★★
“Stunning, searing, unmissable” – Mail on Sunday

★★★★★
“Shatteringly powerful” –The Independent

★★★★★
“Billie Piper is on raw, ferocious, spellbinding form” –Evening Standard

★★★★★
“Brutal yet ferociously funny” –Metro

English

Billie Piper’s (Penny Dreadful, Great Britain) Olivier Award-winning performance in Yerma. A young woman is driven to the unthinkable by her desperate desire to have a baby, in Simon Stone’s radical production of Lorca’s achingly powerful masterpiece.

Set in contemporary London, Piper’s portrayal of a woman in her thirties struggling to conceive builds with elemental force to a staggering, shocking climax.

The unmissable theatre phenomenon is sold-out at the Young Vic and critics call it ‘shatteringly powerful’ (Independent) and ‘an extraordinary theatrical triumph’ (The Times).

Please note that this broadcast does not have an interval, and that the performance contains strobe lighting.

Screenings:

Saturday October 7th at 15:45

Sunday October 8th at 15:45

Saturday October 14th at 15:45

Sunday October 15th at 15:45

Note that clipcards and Year passes are not valid to this screening.

Pretty Woman - Nostalgíusýning!

English below
Edward er forríkur viðskiptajöfur sem leigir sér fylgdardömu í Los Angeles, þar sem hann vill ekki mæta einn á viðburði ríka og fræga fólksins. En hlutirnir þróast í óvæntar áttir…

Ekki missa af Juliu Roberts (sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni) og Richard Gere á sannkallaðri NOSTALGÍU sýningu, laugardagskvöldið 7. október kl 20:00! Myndin er sýnd með íslenskum texta!

English

A man in a legal but hurtful business needs an escort for some social events, and hires a beautiful prostitute he meets… only to fall in love.

Julia Roberts’s performance was praised, for which she received a Golden Globe Award and a nomination for the Academy Award for Best Actress. In addition, screenwriter J. F. Lawton was nominated for a Writers Guild Award and a BAFTA Award.

We are going to have such a FANTASTIC Saturday Night screening of PRETTY WOMAN, October 7th at 20:00!

Andrei Rublev - Meistaravetur Svartra Sunnudaga

English below
Lífið, tíminn og þjáningar hins rússneska fimmtándu aldar táknfræðings Andrei Rublev. Ljóðræna, heimspeki og kvikmynd þar sem hver rammi gæti verið sjálfstæð ljósmynd – Andrei Rublev á hvíta tjaldinu!

Andrei Tarkovsky er heiðraður sérstaklega á Meistaravetri Svartra Sunnudaga, 8. október kl 20:00!

English

The life, times and afflictions of the fifteenth-century Russian iconographer Andrey Rublev . Don´t miss out on Andrei Rublev by Andrei Tarkovsky on a BLACK SUNDAY, October 8th at 20:00!

PRUMP í paradís: Cool As Ice

Hugleikur Dagsson sýnir bestu verstu myndir í heimi og talar um þær ásamt góðum gestum.

Fyrsta prumpið er stórvirkið COOL AS ICE með rapp goðinu Vanilla Ice í aðalhlutverki. Emmsjé Gauti verður gestur Hugleiks að þessu sinni.

Drop that zero and get with the hero.

The Matrix - föstudagspartísýning!

English below
Vísindaskáldskapur af bestu gerðinni, þar sem framsæknar tæknibrellur ráða ríkjum, kvikmynd sem hefur haft áhrif æ síðan og sannkölluð költ klassík. Hasarmynd með þeim Keanu Reeves, Laurence Fishburne og Carrie-Anne Moss í aðalhlutverkum. Myndin vann til fernra Óskarsverðlauna á sínum tíma.

Ekki missa af THE MATRIX á geggjaðri föstudagspartísýningu föstudaginn 13. október kl 20:00!

English

A computer hacker learns from mysterious rebels about the true nature of his reality and his role in the war against its controllers.

Don´t miss out THE MATRIX on a great Friday Night Party Screening October 13th at 20:00!

Botoks

Losy czterech kobiet pracujących w służbie medycznej, splatają się w szpitalu, gdzie dochodzi do wielu nielegalnych przedsięwzięć. 14 października o 20:00!

Myndin fjallar um hóp fólks sem starfar á sjúkrahúsi, þar sem spillingin ræður ríkjum! Sýnd laugardagskvöldið 14. október kl 20:00 á pólsku með enskum texta.

English

„Botoks” tells a story of several men and women working in a hospital, where sweat, tears and blood is shed every day. The director, Patryk Vega, shows that the world of medicine in Poland is not any less violent or corrupted than the world of the police and mafia, that was the subject of Vega’s previous movie “Pitbull. Tough Women.”

Daniela (Olga Boladz) and her brother (Tomasz Oswiecinski) ride the ambulance until she starts working for a pharmaceutical company. When a gynecologist specializing in abortions (Katarzyna Warnke) gets pregnant, hospital director (Janusz Chabior) tries to fire her. Doctor Beata (Agnieszka Dygant) loses her fiancé in a motorcycle crash. While stealing strong painkillers from the hospital, she meets Marek (Sebastian Fabijanski), a hospital orderly haunted by his own demons…

Screened in Polish with English subtitles October 14th at 20:00!

Ace Ventura: Pet Detective - föstudagspartísýning!

Gamanmynd sem fjallar um spæjarann Ace Ventura sem sérhæfir sig í að leita að týndum gæludýrum með Jim Carrey í aðalhlutverki.

Ekki missa af geggjaðri föstudagspartísýningu 20. október kl 20:00! Tryllt tilboð á barnum og drykkir leyfðir inni í sal!

English

A goofy detective specializing in animals goes in search of the missing mascot of the Miami Dolphins.

Don´t miss out on a great FRIDAY NIGHT PARTY SCREENING October 20th at 20:00!

P.s. we have a great bar and drinks and snack are allowed inside the screening room!

Greg Sestero í Bíó Paradís: Best F(r)iends & The Room

Greg Sestero (“Mark”), einn af aðalleikurum bandarísku cult-myndarinnar The Room, mætir annað árið í röð í Bíó Paradis 20. og 21. október þar sem hann mun sýna nýjusta mynd sína Best F(r)iends 20. október sem hann lék í ásamt Tommy Wiseau. Daginn eftir mun hann lesa upp úr bók sinni The Disaster Artist: My Life inside The Room, The Greatest Bad Movie Ever Made og vera með upplestur úr upprunalegu handriti The Room með þátttöku áhorfenda. Greg mun einnig tala um væntanlega kvikmynd sem er í vinnslu eftir bók hans þar sem James Franco, Seth Rogen, Sharon Stone, Bryan Cranston og Zac Efron fara öll með hlutverk. Eftir viðburðinn verður svo The Room sýnd með stuttri kynningu frá Greg.

Föstudagur 20. október:
kl 20:00 Best F(r)iends með kynningu frá Greg, miðaverð 2500 kr

Laugardagur 21. október:

20:00 The Disaster Artist: A Night Inside The Room miðaverð 2990 kr
22:00 The Room miðaverð 1800 kr
Einnig er hægt að kaupa miða á bæði viðburð og The Room saman fyrir 3990 kr.

Miðasala hefst miðvikudaginn 30. ágúst.

We Are X í Bíó Paradís 21. október

Heimildamyndin We Are X um Japönsku rokksveitina X Japan verður sýnd í Bíó Paradís 21. október klukkan 18:00 að viðstöddum Yokshiki X leiðtoga sveitarinnar.

English

Glam rock band X Japan ignited a musical revolution in Japan during the late 1980s. Twenty years after disbanding, Yokshiki X, the leader of the band, wrestles with physical and spiritual demons to bring the band’s music to the world.

The Shining- föstudagspartísýning!

English below
Hugsaðu um hinn mesta hrylling sem þú getur ímyndað þér. Er það skrímsli eða geimvera? Eða er það banvænn faraldur? Eða er það hin meistaralega kvikmynd Stanley Kubrick The Shining, þar sem hræðslan við dauðdagann stafar af ógnandi fjölskyldumeðlimi, sem þú hefðir átt að geta treyst á? The shining í leikstjórn Stanley Kubrick og er byggð á sögu Stephens King, og fjallar um Jack Torrance (Nicholson) sem fær það verkefni að sjá um risastórt fjallahótel um veturinn á meðan hótelið er autt ásamt eiginkonu og syni. Stórkostlegur leikur, áhrifarík sviðsmynd og draumkennd kvikmyndataka leiða áhorfandann í gegn um vofveiflega atburðarás. Hefur Jack verið á þessu hóteli áður? Sturlun og drápseðli, draugalegt tímaflakk og stórkostlegur leikur einkenna kvikmyndina The Shining, sem fær hárin svo sannarlega til að rísa.

Ekki missa af föstudagspartísýningu á THE SHINING 27. október kl 20:00!

English

A family heads to an isolated hotel for the winter where an evil and spiritual presence influences the father into violence, while his psychic son sees horrific forebodings from the past and of the future.

Don´t miss out on THE SHINING October 27th at 20:00!

Bridget Jones´s Diary - föstudagspartísýning!

English below
Hin seinheppna Bridget Jones heldur úti dagbók til þess að koma lífi sínu í lag. Ógleymanleg og ljúfsár, stórskemmtileg gamanmynd með þeim Renée Zellweger, Colin Firth og Hugh Grant í aðalhlutverkum.

Ekki missa af BRIDGET JONE´S DIARY á frábærri föstudagspartísýningu 3. nóvember kl 20:00! Geggjuð tilboð á barnum (og p.s. drykkir eru leyfðir inni í sal). Myndin er sýnd með íslenskum texta!

English

A British woman is determined to improve herself while she looks for love in a year in which she keeps a personal diary. Renée Zellweger, Colin Firth, Hugh Grant and you at a FRIDAY NIGHT PARTY SCREENING!

Friday November 3rd at 20:00. P.s. there will be great offers on our BAR and drinks are allowed inside the screening room!

Predator - föstudagspartísýning!

Predator fjallar um hóp úrvalshermanna sem er sendur inn í frumskóg í Mið-Ameríku til að uppræta eiturlyfjahring. Fljótlega verða kapparnir varir við óvætt frá framandi plánetu, sem situr um þá. Hefst þá leikur kattarins að músinni. Arnold Schwarzenegger og þú á föstudagspartísýningu!

Ekki missa af geggjaðri föstudagspartísýningu 20. október kl 20:00! Tryllt tilboð á barnum og drykkir leyfðir inni í sal!

English

A team of commandos on a mission in a Central American jungle find themselves hunted by an extraterrestrial warrior.

Don´t miss out on a great FRIDAY NIGHT PARTY SCREENING October 20th at 20:00!

P.s. we have a great bar and drinks and snack are allowed inside the screening room!

Sister Act 2 - föstudagspartísýning!

English below
Nunnurnar eru mættar aftur í framhaldsmyndinni hinni ógleymanlegu Sister Act 2 þar sem þær ná að sannfæra Delores (Whoopi Goldberg) til að koma aftur í klaustrið til að stjórna hópi nemenda í skóla sem stendur á tímamótum, þar sem það stendur til að loka honum. Hæfileikarík söngkona í nemendahópnum (Lauryn Hill) ætlar sér stóra hluti í söngkeppni sem hópurinn er skráður í en móðir hennar kemur í veg fyrir að hún taki þátt. En þá tekur hópurinn til sinna ráða..

Ekki missa af GEGGJAÐRI föstudagspartísýningu 17. nóvember kl 20:00 í Bíó Paradís! Myndin er sýnd með íslenskum texta.

English

Showgirl Deloris Van Cartier returns as Sister Mary Clarence to teach music to a group of Catholic students whose run-down school is slated for closure.

Don´t miss out on a FANTASTIC night Friday November 17th at 20:00!

Planes, Trains & Automobiles - föstudagspartísýning!

Englisb below
Eft­ir­vænt­ing­in eft­ir þakkargjörðarhátíðin er skemmti­leg. Drama­tík­in sem fylg­ir henni er það ekki. Þetta er eitt af mörg­um frá­bær­um hlut­um við Pla­nes, Trains & Automobiles frá ár­inu 1987, gamanmynd sem fagnar þrjátíu ára afmæli sínu í ár.

Með aðal­hlut­verk fara Steve Mart­in og hinn sál­ugi John Can­dy. Hún fjall­ar um ferðalag Neal Page, sem Mart­in leik­ur, frá New York-borg til fjöl­skyld­unn­ar sinn­ar í Chicago. Á leiðinni kynn­ist hann sturtu­hringja­sölu­mann­in­um Del Griffith sem ger­ir hon­um lífið leitt hvað eft­ir annað. Ferðalagið er ekki áfallalaust en allt verður á endum þess virði.

Geggjuð FÖSTUDAGSPARTÍSÝNING föstudaginn 24. nóvember kl 20:00 í BÍÓ PARADÍS!

English

A man must struggle to travel home for Thanksgiving with an obnoxious slob of a shower curtain ring salesman as his only companion.

Come celebrate THANKSGIVING with us on a fantastic FRIDAY NIGHT PARTY SCREENING, November 24th at 20:00! P.s. our bar is wide open, and drinks are allowed in the screening room!

Phone: +354 490-9090 | Terms and conditions | info@reykjaviknightlife.is
Garðhús 49 | 112 Reykjavík | Kennitala: 451211-0720 | VSK nr: 109735